Dagný fimmtíu sekúndur að skora sigurmark Íslands Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2022 07:01 Íslenska liðið fagnar marki Dagnýjar Brynjarsdóttur strax í upphafi leiksins við Nýja-Sjáland. Getty/Omar Vega Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk draumabyrjun í fyrsta leik sínum í SheBelieves Cup í Bandaríkjunum í nótt þegar liðið vann Nýja-Sjáland, 1-0. Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark leiksins, í sínum 98. A-landsleik, eftir aðeins 50 sekúndna leik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir tók þá hornspyrnu og sendi boltann inn að markteig og eftir léttan darraðardans tókst Dagnýju að koma boltanum yfir marklínuna. Dagný Brynjarsdóttir scored the fastest goal in #SheBelievesCup history in @footballiceland's tournament win.Could she be the @Visa #SheBelievesCup MVP?Cast your vote on Feb. 23 pic.twitter.com/UZB0cxc6uT— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 18, 2022 Ísland var nálægt því að auka muninn á fyrsta korteri leiksins. Dagný átti hættulegan skalla eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur en þær nýsjálensku björguðu nánast á marklínu, og þær Karólína, Sveindís og Agla María Albertsdóttir fengu allar færi. Leikurinn jafnaðist eftir þetta en fleiri mörk voru ekki skoruð og Ísland, sem í fyrsta sinn er þátttakandi á SheBelieves Cup, byrjar mótið vel. Næsti leikur er gegn Tékkum seint á sunnudagskvöld að íslenskum tíma en Tékkland gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í nótt. Dagný hefur nú skorað 33 mörk í 98 A-landsleikjum og er þriðja markahæst í sögu landsliðsins á eftir Hólmfríði Magnúsdóttur (37 mörk) og Margréti Láru Viðarsdóttur (79 mörk). Glódís Perla Viggósdóttir lék einnig sinn 98. A-landsleik og þær Dagný gætu því náð 100 leikja markinu spili þær gegn Tékklandi á sunnudagskvöld og lokaleik mótsins gegn Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtudags. Lið Íslands gegn Nýja-Sjálandi: Cecilía Rán Rúnarsdóttir; Sif Atladóttir (Ásta Eir Árnadóttir 67.), Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir (Ingibjörg Sigurðardóttir 67.), Hallbera Guðný Gísladóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Karitas Tómasdóttir 85.), Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Alexandra Jóhannsdóttir 67.), Dagný Brynjarsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Agla María Albersdóttir (Amanda Jacobsen Andradóttir 85.), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 46.). Fótbolti Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Fleiri fréttir Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark leiksins, í sínum 98. A-landsleik, eftir aðeins 50 sekúndna leik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir tók þá hornspyrnu og sendi boltann inn að markteig og eftir léttan darraðardans tókst Dagnýju að koma boltanum yfir marklínuna. Dagný Brynjarsdóttir scored the fastest goal in #SheBelievesCup history in @footballiceland's tournament win.Could she be the @Visa #SheBelievesCup MVP?Cast your vote on Feb. 23 pic.twitter.com/UZB0cxc6uT— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 18, 2022 Ísland var nálægt því að auka muninn á fyrsta korteri leiksins. Dagný átti hættulegan skalla eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur en þær nýsjálensku björguðu nánast á marklínu, og þær Karólína, Sveindís og Agla María Albertsdóttir fengu allar færi. Leikurinn jafnaðist eftir þetta en fleiri mörk voru ekki skoruð og Ísland, sem í fyrsta sinn er þátttakandi á SheBelieves Cup, byrjar mótið vel. Næsti leikur er gegn Tékkum seint á sunnudagskvöld að íslenskum tíma en Tékkland gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í nótt. Dagný hefur nú skorað 33 mörk í 98 A-landsleikjum og er þriðja markahæst í sögu landsliðsins á eftir Hólmfríði Magnúsdóttur (37 mörk) og Margréti Láru Viðarsdóttur (79 mörk). Glódís Perla Viggósdóttir lék einnig sinn 98. A-landsleik og þær Dagný gætu því náð 100 leikja markinu spili þær gegn Tékklandi á sunnudagskvöld og lokaleik mótsins gegn Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtudags. Lið Íslands gegn Nýja-Sjálandi: Cecilía Rán Rúnarsdóttir; Sif Atladóttir (Ásta Eir Árnadóttir 67.), Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir (Ingibjörg Sigurðardóttir 67.), Hallbera Guðný Gísladóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Karitas Tómasdóttir 85.), Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Alexandra Jóhannsdóttir 67.), Dagný Brynjarsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Agla María Albersdóttir (Amanda Jacobsen Andradóttir 85.), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 46.).
Fótbolti Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Fleiri fréttir Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Sjá meira