Dagný fimmtíu sekúndur að skora sigurmark Íslands Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2022 07:01 Íslenska liðið fagnar marki Dagnýjar Brynjarsdóttur strax í upphafi leiksins við Nýja-Sjáland. Getty/Omar Vega Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk draumabyrjun í fyrsta leik sínum í SheBelieves Cup í Bandaríkjunum í nótt þegar liðið vann Nýja-Sjáland, 1-0. Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark leiksins, í sínum 98. A-landsleik, eftir aðeins 50 sekúndna leik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir tók þá hornspyrnu og sendi boltann inn að markteig og eftir léttan darraðardans tókst Dagnýju að koma boltanum yfir marklínuna. Dagný Brynjarsdóttir scored the fastest goal in #SheBelievesCup history in @footballiceland's tournament win.Could she be the @Visa #SheBelievesCup MVP?Cast your vote on Feb. 23 pic.twitter.com/UZB0cxc6uT— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 18, 2022 Ísland var nálægt því að auka muninn á fyrsta korteri leiksins. Dagný átti hættulegan skalla eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur en þær nýsjálensku björguðu nánast á marklínu, og þær Karólína, Sveindís og Agla María Albertsdóttir fengu allar færi. Leikurinn jafnaðist eftir þetta en fleiri mörk voru ekki skoruð og Ísland, sem í fyrsta sinn er þátttakandi á SheBelieves Cup, byrjar mótið vel. Næsti leikur er gegn Tékkum seint á sunnudagskvöld að íslenskum tíma en Tékkland gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í nótt. Dagný hefur nú skorað 33 mörk í 98 A-landsleikjum og er þriðja markahæst í sögu landsliðsins á eftir Hólmfríði Magnúsdóttur (37 mörk) og Margréti Láru Viðarsdóttur (79 mörk). Glódís Perla Viggósdóttir lék einnig sinn 98. A-landsleik og þær Dagný gætu því náð 100 leikja markinu spili þær gegn Tékklandi á sunnudagskvöld og lokaleik mótsins gegn Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtudags. Lið Íslands gegn Nýja-Sjálandi: Cecilía Rán Rúnarsdóttir; Sif Atladóttir (Ásta Eir Árnadóttir 67.), Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir (Ingibjörg Sigurðardóttir 67.), Hallbera Guðný Gísladóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Karitas Tómasdóttir 85.), Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Alexandra Jóhannsdóttir 67.), Dagný Brynjarsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Agla María Albersdóttir (Amanda Jacobsen Andradóttir 85.), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 46.). Fótbolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leik Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark leiksins, í sínum 98. A-landsleik, eftir aðeins 50 sekúndna leik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir tók þá hornspyrnu og sendi boltann inn að markteig og eftir léttan darraðardans tókst Dagnýju að koma boltanum yfir marklínuna. Dagný Brynjarsdóttir scored the fastest goal in #SheBelievesCup history in @footballiceland's tournament win.Could she be the @Visa #SheBelievesCup MVP?Cast your vote on Feb. 23 pic.twitter.com/UZB0cxc6uT— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 18, 2022 Ísland var nálægt því að auka muninn á fyrsta korteri leiksins. Dagný átti hættulegan skalla eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur en þær nýsjálensku björguðu nánast á marklínu, og þær Karólína, Sveindís og Agla María Albertsdóttir fengu allar færi. Leikurinn jafnaðist eftir þetta en fleiri mörk voru ekki skoruð og Ísland, sem í fyrsta sinn er þátttakandi á SheBelieves Cup, byrjar mótið vel. Næsti leikur er gegn Tékkum seint á sunnudagskvöld að íslenskum tíma en Tékkland gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í nótt. Dagný hefur nú skorað 33 mörk í 98 A-landsleikjum og er þriðja markahæst í sögu landsliðsins á eftir Hólmfríði Magnúsdóttur (37 mörk) og Margréti Láru Viðarsdóttur (79 mörk). Glódís Perla Viggósdóttir lék einnig sinn 98. A-landsleik og þær Dagný gætu því náð 100 leikja markinu spili þær gegn Tékklandi á sunnudagskvöld og lokaleik mótsins gegn Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtudags. Lið Íslands gegn Nýja-Sjálandi: Cecilía Rán Rúnarsdóttir; Sif Atladóttir (Ásta Eir Árnadóttir 67.), Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir (Ingibjörg Sigurðardóttir 67.), Hallbera Guðný Gísladóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Karitas Tómasdóttir 85.), Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Alexandra Jóhannsdóttir 67.), Dagný Brynjarsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Agla María Albersdóttir (Amanda Jacobsen Andradóttir 85.), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 46.).
Fótbolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leik Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Sjá meira