Fótbolti

Rangers í góðum málum eftir öruggan sigur gegn Dortmund

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfredo Morelos skoraði fyrsta mark Rangers í kvöld.
Alfredo Morelos skoraði fyrsta mark Rangers í kvöld. Alan Harvey/SNS Group via Getty Images

Skoska liðið Rangers vann heldur óvæntan 4-2 sigur gegn Dortmund í kvöld, en liðin áttust við í Evrópudeildinni á heimavelli Dortmund.

Gestirnir í Rangers komust yfir á 38. mínútu með marki frá James Tavernier af vítapunktinum, áður en Alfredo Morelos tvöfaldaði forystuna þremur mínútum síðar.

Staðan var því 2-0 í hálfleik, en John Lundstram skoraði þriðja mark gestanna strax á fjórðu mínútu síðari hálfleiks með góðu skoti fyrir utan teig.

Jude Bellingham kveikti þó vonarneista meðal heimamanna þegar hann minnkaði muninn á51. mínútu með svipuðu marki og Lundstram hafði skorað tveimur mínútum áður.

Gestirnir voru þó fljótir að slökkva í þeim vonarneista þegar þeir komu sér aftur í þriggja marka forystu örfáum mínútum síðar, en þá var það Dan-Axel Zagadou sem varð fyrir því óláni að stýra skoti Alfredo Morelos í eigið net.

Raphael Guerreiro klóraði í bakkann fyrir heimamenn í Dortmund á 82. mínútu og þar við sat. Lokatölur urðu 4-2, Rangers í vil, og Skotarnir eru því í góðum málum fyrir seinni leik liðanna sem fram fer að viku liðinni á heimavelli Rangers.

Önnur úrslit kvöldsins

Úrslit kvöldsins í Evrópudeildinni

Barcelona 1-1 Napoli

FC Sheriff 2-0 SC Braga

Zenit St. Pétursborg 2-3 Real Betis




Fleiri fréttir

Sjá meira


×