Innlent

Enn eitt metið: 2.881 greindist innanlands

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
BE3A5937
Vísir/Vilhelm

Í gær greindust 2.881 með veiruna innanlands en um er að ræða mesta fjölda frá upphafi faraldursins. Um er að ræða 400 fleiri tilfelli heldur en í fyrradag, þegar síðasta met var slegið.

Rúmlega 5.400 sýni voru tekin til greiningar innanlands í gær og var því hlutfall jákvæðra sýna því ríflega 50 prósent. 663 sýni voru tekin á landamærunum og greindust þar 76 smitaðir. 

Alls eru nú 11.494 í einangrun með virkt smit, og fjölgar þeim um rúmlega þúsund milli daga. Nýgengi smita innanlands er nú 7.170 en var í gær 6.778 og á landamærunum er nýgengið nú 234 en var 229 í gær. 

 Inniliggjandi á spítala eru nú 50 manns, þar af 44 á Landspítala. Þrír eru á gjörgæslu en enginn í öndunarvél.

Stefnir í 100 þúsund tilfelli

Í fyrradag greindust 2.489 smitaðir innanlands og var það þá mesti fjöldi tilfella á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 

Alls hafa nú 99.764 greinst smitaðir af veirunni frá því að fyrsta tilfellið greindist þann 28. febrúar 2020. Gera má ráð fyrir að 100 þúsund tilvika múrinn verði rofinn eftir daginn í dag.

Minna álag er nú á sýnatökum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, eftir að sóttkví var felld niður, en veirufræðideild Landspítala er enn undir miklu álagi og er því nokkur bið eftir niðurstöðum. 

Til stendur að aflétta öllum takmörkunum eftir rúma viku en sóttvarnalæknir sagði í gær að þjóðin væri á hraðri leið í hjarðónæmi. Útbreiðslan sé líklega meiri en staðfestar tölur segja til um og ekki óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast. 


Tengdar fréttir

Sýnatökum fækkar en biðin eftir niðurstöðu er enn löng

Enn er nokkuð löng bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku fyrir Covid-19. Heilsugæslan tekur nú töluvert færri sýni en spítalinn fær sýni úr fleiri áttum og er staðan enn þung. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að mögulega verði hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR. 

Gæti slokknað í faraldrinum á næstu tveimur vikum

Sóttvarnalæknir segir þjóðina á hraðri leið í hjarðónæmi nú þegar fjórðungur landsmanna hefur verið greindur með kórónuveiruna. Útbreiðslan sé líklega mun meiri og ekki sé óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×