Innlent

Nýtt met: 2.489 greindust innanlands í gær

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
10.433 eru nú í einangrun.
10.433 eru nú í einangrun. Vísir/Arnar

2.489 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 106 á landamærum. Aldrei hafa fleiri greinst á einum degi.

Frá þessu segir á síðunni covid.is. 10.433 eru nú í einangrun vegna Covid-19 samanborið við 10.160 í gær. 201 er í skimunarsóttkví. Karlmaður á sextugsaldri lést með Covid-19 á gjörgæslu Landspítalans í gær.

Aldrei hafa fleiri greinst með Covid-19 á einum degi en fyrra met var slegið 8. febrúar þegar 2.254 greindust.

54 eru nú á sjúkrahúsi með Covid-19, en voru 53 í gær. Þrír eru á gjörgæslu, en voru tveir í gær.

Alls voru 4.841 einkennasýni greindi í gær og 1.123 landamærasýni.

96.963 hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. 26 prósent íbúa hafa nú greinst með Covid-19. 58 hafa látist á Íslandi með COVID-19 frá upphafi faraldursins að því er fram kemur á Covid.is


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×