Fótbolti

Stjörnurnar okkar fóru að skoða stjörnurnar í Hollywood

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir stilla sér upp í myndatöku á The Hollywood Walk of Fame á Hollywood Boulevard.
Glódís Perla Viggósdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir stilla sér upp í myndatöku á The Hollywood Walk of Fame á Hollywood Boulevard. Instagram/@glodisperla

Lífið snýst ekki bara um æfingar og fótbolta hjá íslenska kvennalandsliðinu í Los Angeles þar sem liðið mun spila tvo leiki á næstunni á SheBelieves æfingamótinu.

Ísland leikur þrjá leiki á mótinu. Fyrri leikurinn í Los Angeles er á móti Nýja Sjálandi í nótt en stelpurnar mæta svo Tékklandi sunnudaginn 20. febrúar og loks Bandaríkjunum á Toyota Stadium í Frisco í Dallas aðfaranótt fimmtudagsins 24. febrúar.

Íslenska liðið er að undirbúa sig fyrir komandi leiki í undankeppni HM og jafnframt fyrir úrslitakeppni EM í Englandi í sumar.

Það er líka mikilvægt að þjappa hópnum saman utan vallar og stelpurnar okkar höfðu greinilega mjög gaman að fara í skoðunarferð í borg englanna.

Það má segja að stjörnurnar okkar hafi farið að skoða stjörnurnar í Hollywood. Íslensku stelpurnar mættu nefnilega á The Hollywood Walk of Fame á Hollywood Boulevard.

Þar má finna stærstu kvikmyndastjörnur sögunnar sem og fleiri úr skemmtanaiðnaðnum.

Eins og sjá má hér fyrir neðan þá birtu stelpurnar myndir af sér með stjörnunum á samfélagsmiðlum. Það lítur út fyrir að söngkonan Celine Dion hafi verið í miklu uppáhaldi hjá okkar konum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×