Innlent

Skjálfti af stærðinni 3,1 á Hellisheiði

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Hellisheiði í vetrarbúningi.
Hellisheiði í vetrarbúningi. Vísir/Vilhelm

Skjálfti af stærðinni 3,1 varð skömmu fyrir miðnætti skammt frá Skálafelli á Hellisheiði.

Skjálftinn varð klukkan 23:50 í um 4,2 kílómetra dýpi norðnorðvestur af Skálafelli. Fyrstu mælingar virtust sýna að skjálftinn hafi verið undir þremur að stærð en hann reyndist vera 3,1 að stærð. 

Að því er kemur fram í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofunni hafa tilkynningar vorist um að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu, í Hveragerði og á Ölfusi.

Engir eftirskjálftar hafa fylgt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×