Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Snorri Másson skrifar 13. febrúar 2022 11:29 Aðsend mynd Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. Íbúi í Ingólfsstræti var að spila tölvuleik á heimili sínu eftir miðnætti í gærkvöldi, þegar hann heyrði háa hvelli fyrir utan. „Þetta eru um fimm eða sex skot sem ég heyri. Þá hleyp ég út í glugga og sé mann halda á þessari vélbyssu eða þessari stóru byssu. Hleyp og næ í símann og fer aftur út um gluggann og þá er hann horfinn. Ég hringi bara strax í lögguna, tilkynni þeim þetta og það verður bara allt blátt,“ segir íbúinn í samtali við fréttastofu. „Ég er náttúrulega bara skelkaður. Maður er ekki vanur að sjá mann með byssu, en þú veist hann hélt á byssu eins og sérsveitarmennirnir voru með. Þetta var MP5 eða einhver svoleiðis vélbyssa. Var eitthvað að læðast þarna í kring. Þetta er þegar djammið er að klárast fólk er úti um allt hérna í kring og hann þarna í skjóli nætur með þessa byssu sína,“ segir íbúi. „Maður hefur séð barsmíðar og innbrot og læti en þetta var pínu öðruvísi. Ég var alveg frekar hræddur. Það væri örugglega fínt að hlusta á upptökuna á símtalinu til lögreglunnar, hvernig maður skelfur í símann,“ segir íbúi. Fréttastofa hefur öruggar heimildir fyrir því að skotvopnið sem um ræðir var ekki skammbyssa heldur hefur það í það minnsta útlit stærra og öflugra skotvopns. Þrír voru handteknir nálægt bílastæðahúsinu við Bergstaðastræti og Skólavörðustíg eftir árásina. Sérsveitin var að fram eftir nóttu við að koma böndum á aðstæður í bílastæðahúsinu og á myndefni sem fréttastofa hefur undir höndum má sjá að vettvangur glæpsins hefur verið afmarkaður með gulu límbandi. Sá sem varð fyrir skotinu gekkst undir aðgerð eftir að hann kom á sjúkrahús og er kominn úr bráðri hættu. Allir hlutaðeigandi eru karlmenn með íslenska kennitölu og sumir hafa komið áður við sögu lögreglu. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsóknina á frumstigi en að lögreglan taki málið alvarlega. „Við höfum áhyggjur af þessum vopnaburði. Ég veit ekki hversu miklum mæli það er en það farið að aukast, það fer ekki á milli mála. Og það sem er líka að aukast er að menn virðast vera tilbúnari til að beita þessu,“ segir Margeir. Reykjavík Skotárás við Bergstaðastræti Tengdar fréttir Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26 Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Íbúi í Ingólfsstræti var að spila tölvuleik á heimili sínu eftir miðnætti í gærkvöldi, þegar hann heyrði háa hvelli fyrir utan. „Þetta eru um fimm eða sex skot sem ég heyri. Þá hleyp ég út í glugga og sé mann halda á þessari vélbyssu eða þessari stóru byssu. Hleyp og næ í símann og fer aftur út um gluggann og þá er hann horfinn. Ég hringi bara strax í lögguna, tilkynni þeim þetta og það verður bara allt blátt,“ segir íbúinn í samtali við fréttastofu. „Ég er náttúrulega bara skelkaður. Maður er ekki vanur að sjá mann með byssu, en þú veist hann hélt á byssu eins og sérsveitarmennirnir voru með. Þetta var MP5 eða einhver svoleiðis vélbyssa. Var eitthvað að læðast þarna í kring. Þetta er þegar djammið er að klárast fólk er úti um allt hérna í kring og hann þarna í skjóli nætur með þessa byssu sína,“ segir íbúi. „Maður hefur séð barsmíðar og innbrot og læti en þetta var pínu öðruvísi. Ég var alveg frekar hræddur. Það væri örugglega fínt að hlusta á upptökuna á símtalinu til lögreglunnar, hvernig maður skelfur í símann,“ segir íbúi. Fréttastofa hefur öruggar heimildir fyrir því að skotvopnið sem um ræðir var ekki skammbyssa heldur hefur það í það minnsta útlit stærra og öflugra skotvopns. Þrír voru handteknir nálægt bílastæðahúsinu við Bergstaðastræti og Skólavörðustíg eftir árásina. Sérsveitin var að fram eftir nóttu við að koma böndum á aðstæður í bílastæðahúsinu og á myndefni sem fréttastofa hefur undir höndum má sjá að vettvangur glæpsins hefur verið afmarkaður með gulu límbandi. Sá sem varð fyrir skotinu gekkst undir aðgerð eftir að hann kom á sjúkrahús og er kominn úr bráðri hættu. Allir hlutaðeigandi eru karlmenn með íslenska kennitölu og sumir hafa komið áður við sögu lögreglu. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsóknina á frumstigi en að lögreglan taki málið alvarlega. „Við höfum áhyggjur af þessum vopnaburði. Ég veit ekki hversu miklum mæli það er en það farið að aukast, það fer ekki á milli mála. Og það sem er líka að aukast er að menn virðast vera tilbúnari til að beita þessu,“ segir Margeir.
Reykjavík Skotárás við Bergstaðastræti Tengdar fréttir Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26 Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26
Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30