180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2021 19:46 Jónas Hafsteinsson er lögreglufulltrúi hjá leyfadeild. sigurjón ólason 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020. 252 sjálfvirk skotvopn flutt til landsins í fyrra „Árin 2016 og 2017 var ekkert sjálfvirkt skotvopn flutt inn til landsins. Árið 2018 voru þau tvö og árið 2019 voru þau 19 talsins. Það varð síðan ákveðið stökk árið 2020 þegar 252 sjálfvirk skotvopn voru flutt inn. Lögregla segir að þessi mikla fjölgun sé einsdæmi og skýrist af auknum áhuga safnara.“ Hér má sjá þróun í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum.stöð2 Lögregla hefur ekki sérstakar áhyggjur af þessari fjölgun enda sæta handhafar vopnanna þröngum skilyrðum á grundvelli safnaraleyfis. Þeir þurfa að hafa haft skotvopnaleyfi í að minnsta kosti fimm ár og hafa yfir að ráða fullnægjandi aðstöðu til varðveislu vopnanna. „Já það er hægt að skjóta úr þessum byssum en þarf sérstakt leyfi til þess sem gefið er út miðað við takmarkaðan skotafjölda og takmarkaðan tíma,“ sagði Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá leyfadeild. 180 vélbyssur í einkaeigu Safnarar fá þessi leyfi og gilda þau á viðurkenndum skotvöllum. 180 vélbyssur eru í einkaeigu hér á landi og eru þær allar sjálfvirkir rifflar í ýmsum kalíberum. Þær eru nánast allar virkar. Skotvopn ganga kaupum og sölum á netinu, til að mynda á Facebook. Slíkt er heimilt en salan sjálf verður að fara í gegnum lögreglu. Kaupandi þarf að sækja um leyfi, að þvi búnu er gefin út sérstök kaupaheimild sem umsækjandi sýnir seljanda áður en skotvopn er afhent. Láti seljandi frá sér vopnið, án þess að fara í gegnum lögreglu, varðar það afturköllun á skotvopnaleyfi og sekt. Lögregla fylgist náið með sölu skotvopna á netinu. „Já við fylgjumst með því og það hafa ekki komið upp nein vandamál í kringum það.“ Lögreglan Skotveiði Skotvopn Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020. 252 sjálfvirk skotvopn flutt til landsins í fyrra „Árin 2016 og 2017 var ekkert sjálfvirkt skotvopn flutt inn til landsins. Árið 2018 voru þau tvö og árið 2019 voru þau 19 talsins. Það varð síðan ákveðið stökk árið 2020 þegar 252 sjálfvirk skotvopn voru flutt inn. Lögregla segir að þessi mikla fjölgun sé einsdæmi og skýrist af auknum áhuga safnara.“ Hér má sjá þróun í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum.stöð2 Lögregla hefur ekki sérstakar áhyggjur af þessari fjölgun enda sæta handhafar vopnanna þröngum skilyrðum á grundvelli safnaraleyfis. Þeir þurfa að hafa haft skotvopnaleyfi í að minnsta kosti fimm ár og hafa yfir að ráða fullnægjandi aðstöðu til varðveislu vopnanna. „Já það er hægt að skjóta úr þessum byssum en þarf sérstakt leyfi til þess sem gefið er út miðað við takmarkaðan skotafjölda og takmarkaðan tíma,“ sagði Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá leyfadeild. 180 vélbyssur í einkaeigu Safnarar fá þessi leyfi og gilda þau á viðurkenndum skotvöllum. 180 vélbyssur eru í einkaeigu hér á landi og eru þær allar sjálfvirkir rifflar í ýmsum kalíberum. Þær eru nánast allar virkar. Skotvopn ganga kaupum og sölum á netinu, til að mynda á Facebook. Slíkt er heimilt en salan sjálf verður að fara í gegnum lögreglu. Kaupandi þarf að sækja um leyfi, að þvi búnu er gefin út sérstök kaupaheimild sem umsækjandi sýnir seljanda áður en skotvopn er afhent. Láti seljandi frá sér vopnið, án þess að fara í gegnum lögreglu, varðar það afturköllun á skotvopnaleyfi og sekt. Lögregla fylgist náið með sölu skotvopna á netinu. „Já við fylgjumst með því og það hafa ekki komið upp nein vandamál í kringum það.“
Lögreglan Skotveiði Skotvopn Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira