Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Snorri Másson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 13. febrúar 2022 09:26 Í myndbandinu má sjá sérsveitarmenn í bílastæðahúsi ofan við Ingólfsstræti, þar sem árásin varð. Twitter Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. Á myndböndum af netinu má sjá þungvopnaða sérsveitarmenn við aðgerðir í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti og Ingólfsstræti. Þrír karlmenn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sem varð fyrir árásinni tilkynnti hana sjálfur til lögreglu og var hann fluttur á slysadeild, gekkst þar undir aðgerð og er ekki í lífshættu. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni. Mikill viðbúnaður var vegna málsins en mennirnir þrír voru handteknir fljótlega eftir að rannsóknin hófst. Lagt hefur verið hald á skotvopn og bifreið í þágu rannsóknarinnar. Við aðgerðirnar í nótt naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar. Við athugun fréttastofu í Ingólfsstræti í morgun var engin ummerki árásinnar að sjá. Karlmaður var skotinn í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Þar var ekkert að sjá þegar fréttastofa fór á svæðið í morgun.Vísir/Vésteinn Aðeins tveir dagar liðu á milli þessarar árásar og skotárásar sem varð í Grafarholti á fimmtudag, þar sem skotið var á karl og konu. Þar slasaðist konan alvarlega en þau eru ekki talin í lífshættu. Töluverður erill var í höfuðborginni í gærkvöld og í nótt, þá sérstaklega í miðborginni. Sjö gistu fangageymslur í nótt. „Mjög skrítið að vera spila cod, heyra síðan í flugeldum?/byssuskotum? úti, kíkja útum gluggan og sjá mann með vélbyssu í bílastæðahúsinu við Bergstaðastræti. Hringdi í 112 og staðurinn leit út eins og góður csi þáttur í smá stund. Sérsveitin og allskonar skemmtilegt,“ skrifar íbúi í götunni á Twitter um klukkan 1.40 í nótt. Lögreglan hyggst ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en búast má við annarri fréttatilkynningu frá lögreglu eftir því sem rannsókn málsins vindur fram. Fréttin var uppfærð klukkan 9:50 eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Skotárás við Bergstaðastræti Mest lesið Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Erlent Bein útsending: Harris og Trump takast á í fyrsta sinn Erlent Fjórtán milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt Erlent Sveik 1,3 milljarða úr streymisveitum með gervispilunum Erlent „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Innlent Niðurstaðan í máli Helga Magnúsar „á brúninni“ Innlent „Það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi“ Innlent Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Innlent Spara plastið og hvetja fólk til að sækja ekki um ökuskírteini Innlent Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Innlent Fleiri fréttir Fundu eggvopn, skotfæri og hnúajárn Segir ákvörðun ráðherrans hafi ekki áhrif á stöðu sína „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Hvatti þingmenn til málamiðlana og samninga „Það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi“ Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Niðurstaðan í máli Helga Magnúsar „á brúninni“ Mótmælt við þingsetningu, hávaði og afdrifaríkar kappræður Bréf sálfræðings dugði ekki til að Erni yrði gert að víkja Bein útsending: Krefjast aðgerða fyrir heimilin strax Spara plastið og hvetja fólk til að sækja ekki um ökuskírteini „Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Grunaður um hnífaárás eftir strok frá Stuðlum Vilja losna við einkaþotur og þyrlur af Reykjavíkurflugvelli Hlaupið í rénun Nú er of seint að fara í parísarhjólið Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta Albert mætir fyrir dóm á fimmtudag Svona var setning Alþingis með nýjum forseta og biskup Viðbúinn átökum á Alþingi í vetur Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Halla og Guðrún í nýjum hlutverkum og aðhald í ríkisrekstri Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Fyrsta Airbus-þotan komin í liti Icelandair Sjá meira
Á myndböndum af netinu má sjá þungvopnaða sérsveitarmenn við aðgerðir í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti og Ingólfsstræti. Þrír karlmenn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sem varð fyrir árásinni tilkynnti hana sjálfur til lögreglu og var hann fluttur á slysadeild, gekkst þar undir aðgerð og er ekki í lífshættu. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni. Mikill viðbúnaður var vegna málsins en mennirnir þrír voru handteknir fljótlega eftir að rannsóknin hófst. Lagt hefur verið hald á skotvopn og bifreið í þágu rannsóknarinnar. Við aðgerðirnar í nótt naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar. Við athugun fréttastofu í Ingólfsstræti í morgun var engin ummerki árásinnar að sjá. Karlmaður var skotinn í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Þar var ekkert að sjá þegar fréttastofa fór á svæðið í morgun.Vísir/Vésteinn Aðeins tveir dagar liðu á milli þessarar árásar og skotárásar sem varð í Grafarholti á fimmtudag, þar sem skotið var á karl og konu. Þar slasaðist konan alvarlega en þau eru ekki talin í lífshættu. Töluverður erill var í höfuðborginni í gærkvöld og í nótt, þá sérstaklega í miðborginni. Sjö gistu fangageymslur í nótt. „Mjög skrítið að vera spila cod, heyra síðan í flugeldum?/byssuskotum? úti, kíkja útum gluggan og sjá mann með vélbyssu í bílastæðahúsinu við Bergstaðastræti. Hringdi í 112 og staðurinn leit út eins og góður csi þáttur í smá stund. Sérsveitin og allskonar skemmtilegt,“ skrifar íbúi í götunni á Twitter um klukkan 1.40 í nótt. Lögreglan hyggst ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en búast má við annarri fréttatilkynningu frá lögreglu eftir því sem rannsókn málsins vindur fram. Fréttin var uppfærð klukkan 9:50 eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Skotárás við Bergstaðastræti Mest lesið Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Erlent Bein útsending: Harris og Trump takast á í fyrsta sinn Erlent Fjórtán milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt Erlent Sveik 1,3 milljarða úr streymisveitum með gervispilunum Erlent „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Innlent Niðurstaðan í máli Helga Magnúsar „á brúninni“ Innlent „Það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi“ Innlent Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Innlent Spara plastið og hvetja fólk til að sækja ekki um ökuskírteini Innlent Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Innlent Fleiri fréttir Fundu eggvopn, skotfæri og hnúajárn Segir ákvörðun ráðherrans hafi ekki áhrif á stöðu sína „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Hvatti þingmenn til málamiðlana og samninga „Það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi“ Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Niðurstaðan í máli Helga Magnúsar „á brúninni“ Mótmælt við þingsetningu, hávaði og afdrifaríkar kappræður Bréf sálfræðings dugði ekki til að Erni yrði gert að víkja Bein útsending: Krefjast aðgerða fyrir heimilin strax Spara plastið og hvetja fólk til að sækja ekki um ökuskírteini „Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Grunaður um hnífaárás eftir strok frá Stuðlum Vilja losna við einkaþotur og þyrlur af Reykjavíkurflugvelli Hlaupið í rénun Nú er of seint að fara í parísarhjólið Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta Albert mætir fyrir dóm á fimmtudag Svona var setning Alþingis með nýjum forseta og biskup Viðbúinn átökum á Alþingi í vetur Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Halla og Guðrún í nýjum hlutverkum og aðhald í ríkisrekstri Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Fyrsta Airbus-þotan komin í liti Icelandair Sjá meira