Myndasyrpa: Mánuðir þar til skýrist hvað leiddi til slyssins Snorri Másson skrifar 11. febrúar 2022 20:27 Viðbragðsaðilar hafa verið með mikla viðveru við Ölfusvatnsvík í Þingvallavatni, þar sem vélin fannst. Aðgerðum til að ná henni upp hefur verið frestað. Vísir/Vilhelm Það gætu liðið mánuðir þar til rannsókn leiðir í ljós hvað gerðist þegar flugvél fórst í Þingvallavatni í síðustu viku. Aðgerðum við að endurheimta brak vélarinnar úr vatninu hefur verið frestað um nokkrar vikur hið minnsta. Upp úr hádegi í dag hófu viðbragðsaðilar að pakka saman eftir erfiða viku við Þingvallavatn, þar sem flugvél með fjórum farþegum fórst þarsíðasta fimmtudag. Í gær tókst með hjálp róbota að koma líkum hinna látnu í land og í dag stóð til að gera úrslitatilraun við að sækja brakið líka. Afráðið var að fresta því vegna aðstæðna. „Það var kominn fjögurra fimm sentímetra þykkur ís yfir flugvélinni í morgun. Við þær kringumstæður er ekkert hægt að senda kafara niður og við höfum ekki aðra möguleika,“ sagði Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. „Í rauninni er veðurglugginn bara búinn að lokast á okkur hérna núna. Við náðum því í gær sem skipti okkur mestu máli, sem var að endurheimta manneskjurnar. Núna verðum við bara að bíða eftir betra veðri. Í svona aðgerðum tökum við enga sénsa á að leggja mannslíf í hættu við að endurheimta vélina,“ sagði Jónas Þorvaldsson, yfirmaður séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar. „Við mátum það bara þannig að hættan af því að valda tjóni á gögnum og munum og jafnvel mengunartjóni við þær aðstæður sem eru í dag væri meiri en hættan á að eitthvað skemmdist við það að bíða eftir betra færi,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn. Til að sækja hina látnu var notaður fjarstýrður smákafbátur sem síðast var nýttur þegar fóðurprammi sökk fyrir austan fyrr á árinu og hefur meðal annars verið sendur í eftirlit í El Grillo í Seyðisfirði. Þegar og ef þiðnar í vatninu á næstu vikum þarf enn að senda brakið til útlanda í rannsókn þar - samkvæmt Oddi Árnasyni eru því að líkindum mánuðir þar til rannsókn lýkur og mynd fæst á það hvað leiddi til flugslyssins 3. febrúar. Tjöldum hefur verið komið upp á svæðinu, þar sem björgunarfólk getur hvílst og nært sig.Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks hefur komið að aðgerðum við vatnið frá því að vélin fannst.Vísir/Vilhelm Frostið hefur gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir.Vísir/Vilhelm Aðstæður á vatninu hafa verið krefjandi.Vísir/Vilhelm Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Björgunarsveitir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Upp úr hádegi í dag hófu viðbragðsaðilar að pakka saman eftir erfiða viku við Þingvallavatn, þar sem flugvél með fjórum farþegum fórst þarsíðasta fimmtudag. Í gær tókst með hjálp róbota að koma líkum hinna látnu í land og í dag stóð til að gera úrslitatilraun við að sækja brakið líka. Afráðið var að fresta því vegna aðstæðna. „Það var kominn fjögurra fimm sentímetra þykkur ís yfir flugvélinni í morgun. Við þær kringumstæður er ekkert hægt að senda kafara niður og við höfum ekki aðra möguleika,“ sagði Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. „Í rauninni er veðurglugginn bara búinn að lokast á okkur hérna núna. Við náðum því í gær sem skipti okkur mestu máli, sem var að endurheimta manneskjurnar. Núna verðum við bara að bíða eftir betra veðri. Í svona aðgerðum tökum við enga sénsa á að leggja mannslíf í hættu við að endurheimta vélina,“ sagði Jónas Þorvaldsson, yfirmaður séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar. „Við mátum það bara þannig að hættan af því að valda tjóni á gögnum og munum og jafnvel mengunartjóni við þær aðstæður sem eru í dag væri meiri en hættan á að eitthvað skemmdist við það að bíða eftir betra færi,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn. Til að sækja hina látnu var notaður fjarstýrður smákafbátur sem síðast var nýttur þegar fóðurprammi sökk fyrir austan fyrr á árinu og hefur meðal annars verið sendur í eftirlit í El Grillo í Seyðisfirði. Þegar og ef þiðnar í vatninu á næstu vikum þarf enn að senda brakið til útlanda í rannsókn þar - samkvæmt Oddi Árnasyni eru því að líkindum mánuðir þar til rannsókn lýkur og mynd fæst á það hvað leiddi til flugslyssins 3. febrúar. Tjöldum hefur verið komið upp á svæðinu, þar sem björgunarfólk getur hvílst og nært sig.Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks hefur komið að aðgerðum við vatnið frá því að vélin fannst.Vísir/Vilhelm Frostið hefur gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir.Vísir/Vilhelm Aðstæður á vatninu hafa verið krefjandi.Vísir/Vilhelm
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Björgunarsveitir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira