Innlent

Bein út­sending: Svarar fyrir um­deildar breytingar á veitingu ríkis­borgara­réttar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jón Gunnarsson innanríkisráðherra mætir á fund allsherjar- og menntanefndar í dag.
Jón Gunnarsson innanríkisráðherra mætir á fund allsherjar- og menntanefndar í dag. Vísir/Vilhelm

Allsherjar- og menntamálanefnd hefur boðað Jón Gunnarsson innanríkisráðherra á sinn fund í dag, klukkan 9.10. Fundurinn er í beinni útsendingu.

Fundarefni er íslenskur ríkisborgararéttur en hart hefur verið tekist á á Alþingi um breytingar sem Jón gerði á reglum um afgreiðslu Útlendingastofnunar á umsóknum um ríkisborgararétt, sem Jón segir að eigi að koma í veg fyrir að sumir nytu hraðari afgreiðslu umsóknar um ríkisborgararétt en aðrir.

Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan.

Afgreiðsla umsókna um ríkisborgarétt hefur skipst milli Alþingis og Útlendingastofnunar en umsækjendur hafa rétt á að sækja um það að mál þeirra verði tekið fyrir af Alþingi. Með breytingum Jóns er það nú þannig að umsóknir sem beint er að Alþingi njóta ekki forgangs umfram almennar umsóknir sem Útlendingastofnun sjálf tekur afstöðu til.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt Jón mjög fyrir breytingarnar, ekki síst fyrir þær sakir að Útlendingastofnun hefur neitað að afhenda þinginu þær umsóknir sem borist hafa um veitingu íslensks ríkisborgararéttar. Komið hefur fram að stofnunin ætli, samkvæmt fyrirmælum frá innanríkisráðuneytinu, að afgreiða umsóknir sem berist þinginu á sama tíma og aðrar umsóknir sem berist stofnunni.


Tengdar fréttir

Ætlar ekki að vera með „VIP-leið fyrir sérhóp“

Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, segir þingmenn stjórnarandstöðunnar misskilja breytingar sem hann gerði á reglum um afgreiðslu Útlendingastofnunar á umsóknum um ríkisborgararétt. Hann hafi með breytingunum komið í veg fyrir að sumir nytu hraðari afgreiðslu umsóknar um ríkisborgararétt en aðrir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×