Stóð ráðalaus í rauðri viðvörun: „Kannski smá karma“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. febrúar 2022 21:00 Atli Czubaiko getur vottað að það var ekki gluggaveður. Aðsend Atla Czubaiko brá heldur í brún á mánudagsmorgun þegar eldhúsglugginn á þriðju hæð fauk upp í vindhviðu og losnaði úr gluggakarminum. Hann hangir enn utan á blokkinni í Háaleiti í Reykjavík. Atvikið átti sér stað á sjöunda tímanum um morguninn á meðan rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Atli, sem er í einangrun vegna Covid-19, var vakandi þegar hann fattaði að ekki væri um neina venjulega vindhviðu að ræða. „Síðan heyri ég einhvern skell og hélt að það hefði kannski fokið borð eða einhver hlutur lent á svölunum okkar. Það er ekkert á svölunum en þá er þessi risastóri gluggi sem opnast allur út laus og hangir þarna niðri.“ Fram að þessu hafi glugginn verið lokaður og virkað heillegur en athygli vekur að glerið sjálft brotnaði ekki þessum í átökunum. Stóð ráðalaus í eldhúsinu „Hviðurnar eru orðnar það sterkar að ég veit að ég er ekki að fara að klifra þarna upp og toga þennan glugga til baka. Ég reyndi það og ég hefði þurft að ýta honum út og svo inn aftur, þannig að ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera,“ segir Atli. Festingarnar sem héldu glugganum hafi bognað en komið í veg fyrir að hann félli til jarðar. Atli hringdi í neyðarlínuna og var björgunarsveitarfólk mætt á eldhúsgólfið innan við tuttugu mínútum síðar. „Þau koma vitandi að ég er með Covid. Þetta er æðislegt fólk. Þau koma, binda gluggann við bláan spotta sem er núna bundinn við ofn inn í eldhúsi og setja síðan plötu til að loka fyrir.“ Atli er mjög þakklátur fyrir aðstoð björgunarsveitarinnar og segir að aðgerðin hafi tekið innan við klukkutíma. Hann á von á því að leigusalinn hans sé tryggður fyrir tjóninu. Reipið sem heldur glugganum. Atli á von á því að fá smið til að gera við gluggann fljótlega eftir að hann losnar úr einangrun á föstudag.Atli Hugsar sig tvisvar um áður en hann gerir aftur lítið úr óveðri Mikill viðbúnaður var víða um land vegna óveðursins í gær og þótti sumum nóg um. Þegar það skall loks á sáu margir netverjar, einkum staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, sér leik á borði og göntuðust með að almannavarnir, skólayfirvöld og veðurfræðingar hafi gangið full langt með hamfaraspám sínum. Atli segir að hann hafi sjálfur reglulega gerst sekur um að gera lítið úr óveðri á borð við það sem sást í gær. „Verandi sú týpa þá er það kannski smá karma að auðvitað brotnar glugginn hjá mér," segir hann léttur í bragði. Atli ákvað að láta það vera að tjá sig um veðrið á samfélagsmiðlum í gær, þó hann hafi vissulega tekið sig til og greint frá gluggaævintýrinu. Mikilvægt sé að minna fólk á að veðrið sé ekki alls staðar eins og í bakgarðinum. Veður Reykjavík Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Atvikið átti sér stað á sjöunda tímanum um morguninn á meðan rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Atli, sem er í einangrun vegna Covid-19, var vakandi þegar hann fattaði að ekki væri um neina venjulega vindhviðu að ræða. „Síðan heyri ég einhvern skell og hélt að það hefði kannski fokið borð eða einhver hlutur lent á svölunum okkar. Það er ekkert á svölunum en þá er þessi risastóri gluggi sem opnast allur út laus og hangir þarna niðri.“ Fram að þessu hafi glugginn verið lokaður og virkað heillegur en athygli vekur að glerið sjálft brotnaði ekki þessum í átökunum. Stóð ráðalaus í eldhúsinu „Hviðurnar eru orðnar það sterkar að ég veit að ég er ekki að fara að klifra þarna upp og toga þennan glugga til baka. Ég reyndi það og ég hefði þurft að ýta honum út og svo inn aftur, þannig að ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera,“ segir Atli. Festingarnar sem héldu glugganum hafi bognað en komið í veg fyrir að hann félli til jarðar. Atli hringdi í neyðarlínuna og var björgunarsveitarfólk mætt á eldhúsgólfið innan við tuttugu mínútum síðar. „Þau koma vitandi að ég er með Covid. Þetta er æðislegt fólk. Þau koma, binda gluggann við bláan spotta sem er núna bundinn við ofn inn í eldhúsi og setja síðan plötu til að loka fyrir.“ Atli er mjög þakklátur fyrir aðstoð björgunarsveitarinnar og segir að aðgerðin hafi tekið innan við klukkutíma. Hann á von á því að leigusalinn hans sé tryggður fyrir tjóninu. Reipið sem heldur glugganum. Atli á von á því að fá smið til að gera við gluggann fljótlega eftir að hann losnar úr einangrun á föstudag.Atli Hugsar sig tvisvar um áður en hann gerir aftur lítið úr óveðri Mikill viðbúnaður var víða um land vegna óveðursins í gær og þótti sumum nóg um. Þegar það skall loks á sáu margir netverjar, einkum staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, sér leik á borði og göntuðust með að almannavarnir, skólayfirvöld og veðurfræðingar hafi gangið full langt með hamfaraspám sínum. Atli segir að hann hafi sjálfur reglulega gerst sekur um að gera lítið úr óveðri á borð við það sem sást í gær. „Verandi sú týpa þá er það kannski smá karma að auðvitað brotnar glugginn hjá mér," segir hann léttur í bragði. Atli ákvað að láta það vera að tjá sig um veðrið á samfélagsmiðlum í gær, þó hann hafi vissulega tekið sig til og greint frá gluggaævintýrinu. Mikilvægt sé að minna fólk á að veðrið sé ekki alls staðar eins og í bakgarðinum.
Veður Reykjavík Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira