Stóð ráðalaus í rauðri viðvörun: „Kannski smá karma“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. febrúar 2022 21:00 Atli Czubaiko getur vottað að það var ekki gluggaveður. Aðsend Atla Czubaiko brá heldur í brún á mánudagsmorgun þegar eldhúsglugginn á þriðju hæð fauk upp í vindhviðu og losnaði úr gluggakarminum. Hann hangir enn utan á blokkinni í Háaleiti í Reykjavík. Atvikið átti sér stað á sjöunda tímanum um morguninn á meðan rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Atli, sem er í einangrun vegna Covid-19, var vakandi þegar hann fattaði að ekki væri um neina venjulega vindhviðu að ræða. „Síðan heyri ég einhvern skell og hélt að það hefði kannski fokið borð eða einhver hlutur lent á svölunum okkar. Það er ekkert á svölunum en þá er þessi risastóri gluggi sem opnast allur út laus og hangir þarna niðri.“ Fram að þessu hafi glugginn verið lokaður og virkað heillegur en athygli vekur að glerið sjálft brotnaði ekki þessum í átökunum. Stóð ráðalaus í eldhúsinu „Hviðurnar eru orðnar það sterkar að ég veit að ég er ekki að fara að klifra þarna upp og toga þennan glugga til baka. Ég reyndi það og ég hefði þurft að ýta honum út og svo inn aftur, þannig að ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera,“ segir Atli. Festingarnar sem héldu glugganum hafi bognað en komið í veg fyrir að hann félli til jarðar. Atli hringdi í neyðarlínuna og var björgunarsveitarfólk mætt á eldhúsgólfið innan við tuttugu mínútum síðar. „Þau koma vitandi að ég er með Covid. Þetta er æðislegt fólk. Þau koma, binda gluggann við bláan spotta sem er núna bundinn við ofn inn í eldhúsi og setja síðan plötu til að loka fyrir.“ Atli er mjög þakklátur fyrir aðstoð björgunarsveitarinnar og segir að aðgerðin hafi tekið innan við klukkutíma. Hann á von á því að leigusalinn hans sé tryggður fyrir tjóninu. Reipið sem heldur glugganum. Atli á von á því að fá smið til að gera við gluggann fljótlega eftir að hann losnar úr einangrun á föstudag.Atli Hugsar sig tvisvar um áður en hann gerir aftur lítið úr óveðri Mikill viðbúnaður var víða um land vegna óveðursins í gær og þótti sumum nóg um. Þegar það skall loks á sáu margir netverjar, einkum staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, sér leik á borði og göntuðust með að almannavarnir, skólayfirvöld og veðurfræðingar hafi gangið full langt með hamfaraspám sínum. Atli segir að hann hafi sjálfur reglulega gerst sekur um að gera lítið úr óveðri á borð við það sem sást í gær. „Verandi sú týpa þá er það kannski smá karma að auðvitað brotnar glugginn hjá mér," segir hann léttur í bragði. Atli ákvað að láta það vera að tjá sig um veðrið á samfélagsmiðlum í gær, þó hann hafi vissulega tekið sig til og greint frá gluggaævintýrinu. Mikilvægt sé að minna fólk á að veðrið sé ekki alls staðar eins og í bakgarðinum. Veður Reykjavík Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Atvikið átti sér stað á sjöunda tímanum um morguninn á meðan rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Atli, sem er í einangrun vegna Covid-19, var vakandi þegar hann fattaði að ekki væri um neina venjulega vindhviðu að ræða. „Síðan heyri ég einhvern skell og hélt að það hefði kannski fokið borð eða einhver hlutur lent á svölunum okkar. Það er ekkert á svölunum en þá er þessi risastóri gluggi sem opnast allur út laus og hangir þarna niðri.“ Fram að þessu hafi glugginn verið lokaður og virkað heillegur en athygli vekur að glerið sjálft brotnaði ekki þessum í átökunum. Stóð ráðalaus í eldhúsinu „Hviðurnar eru orðnar það sterkar að ég veit að ég er ekki að fara að klifra þarna upp og toga þennan glugga til baka. Ég reyndi það og ég hefði þurft að ýta honum út og svo inn aftur, þannig að ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera,“ segir Atli. Festingarnar sem héldu glugganum hafi bognað en komið í veg fyrir að hann félli til jarðar. Atli hringdi í neyðarlínuna og var björgunarsveitarfólk mætt á eldhúsgólfið innan við tuttugu mínútum síðar. „Þau koma vitandi að ég er með Covid. Þetta er æðislegt fólk. Þau koma, binda gluggann við bláan spotta sem er núna bundinn við ofn inn í eldhúsi og setja síðan plötu til að loka fyrir.“ Atli er mjög þakklátur fyrir aðstoð björgunarsveitarinnar og segir að aðgerðin hafi tekið innan við klukkutíma. Hann á von á því að leigusalinn hans sé tryggður fyrir tjóninu. Reipið sem heldur glugganum. Atli á von á því að fá smið til að gera við gluggann fljótlega eftir að hann losnar úr einangrun á föstudag.Atli Hugsar sig tvisvar um áður en hann gerir aftur lítið úr óveðri Mikill viðbúnaður var víða um land vegna óveðursins í gær og þótti sumum nóg um. Þegar það skall loks á sáu margir netverjar, einkum staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, sér leik á borði og göntuðust með að almannavarnir, skólayfirvöld og veðurfræðingar hafi gangið full langt með hamfaraspám sínum. Atli segir að hann hafi sjálfur reglulega gerst sekur um að gera lítið úr óveðri á borð við það sem sást í gær. „Verandi sú týpa þá er það kannski smá karma að auðvitað brotnar glugginn hjá mér," segir hann léttur í bragði. Atli ákvað að láta það vera að tjá sig um veðrið á samfélagsmiðlum í gær, þó hann hafi vissulega tekið sig til og greint frá gluggaævintýrinu. Mikilvægt sé að minna fólk á að veðrið sé ekki alls staðar eins og í bakgarðinum.
Veður Reykjavík Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira