Gögn sem sýndu staðsetningu vélarinnar hafi gengið manna á milli en ratað seint til lögreglu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2022 06:27 Björgunaraðilar munu freista þess að ná líkum og vél upp um leið og veður leyfir. Vísir/Vilhelm Mikilvæg gögn, sem reyndust sýna nákvæmlega hvar flugvélina sem leitað var að í síðustu viku var að finna, gengu manna á milli en rötuðu ekki til þeirra sem stjórnuðu leitinni fyrr en seinna. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að rakning á síma Josh Neuman, eins farþega vélarinnar, hafi sýnt hvar vélina var að finna í Þingvallavatni. Fréttablaðinu hafi borist þau um klukkan sjö á fimmtudagskvöld, sama kvöld og vélin hvarf, og verið sögð komin í gagnagrun björgunarsveitanna. Þá hafi þau gengið „milli manna í flugheiminum“. Það hafi hins vegar ekki verið fyrr en aðfaranótt föstudags sem lögregla fékk gögnin. Þá hafi leit þegar verið hafin í Þingvallavatni en það hafi ekki verið fyrr en gögnin bárust leitarstjórn sem vélin fannst á um 50 metra dýpi. Fréttablaðið hefur eftir Oddi Árnasyni yfirlögregluþjóni að honum sé ekki kunnugt um það hvers vegna gögnin bárust lögreglu svo löngu eftir að þau voru komin í dreifingu. Uppfært klukkan 23:30: Viðbragðsaðilar hafa gefið það út að frétt Fréttablaðsins, sem vísað er í hér að ofan, sé alfarið röng. Umfjöllunin hafi byggt á algjörum misskilningi á því hvernig haldið sé utan um gögn sem berist við leit og hvernig unnið sé úr þeim. Umræddur gagnagrunnur sé sameiginlegur grunnur allra viðbragðsaðila og hafi þeir því allir haft aðgang að gögnunum á sama tíma. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Segir gríðarlega mikilvægt að komast sem fyrst að flugvélinni Rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir gríðarlega mikið að komast að flugvélinni sem liggur á botni Þingvallavatns sem fyrst. Stefnt er að því að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni þegar veður leyfir, líklega seint í þessari viku. 7. febrúar 2022 20:16 Voru á landinu fyrir auglýsingaherferð fatalínunnar Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudag voru staddur hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. Þeir voru hér í hópi átta áhrifavalda og tveggja starfsmanna fyrirtækisins. 7. febrúar 2022 17:30 Voru allir á sama aldursbili og tengdir fatalínu Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudaginn voru á bilinu 22 til 32 ára gamlir. Þeir fundust allir á botni vatnsins í gær en ekki verður hægt að sækja þá fyrr en veður leyfir í seinni hluta vikunnar. 7. febrúar 2022 12:10 Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 7. febrúar 2022 09:31 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að rakning á síma Josh Neuman, eins farþega vélarinnar, hafi sýnt hvar vélina var að finna í Þingvallavatni. Fréttablaðinu hafi borist þau um klukkan sjö á fimmtudagskvöld, sama kvöld og vélin hvarf, og verið sögð komin í gagnagrun björgunarsveitanna. Þá hafi þau gengið „milli manna í flugheiminum“. Það hafi hins vegar ekki verið fyrr en aðfaranótt föstudags sem lögregla fékk gögnin. Þá hafi leit þegar verið hafin í Þingvallavatni en það hafi ekki verið fyrr en gögnin bárust leitarstjórn sem vélin fannst á um 50 metra dýpi. Fréttablaðið hefur eftir Oddi Árnasyni yfirlögregluþjóni að honum sé ekki kunnugt um það hvers vegna gögnin bárust lögreglu svo löngu eftir að þau voru komin í dreifingu. Uppfært klukkan 23:30: Viðbragðsaðilar hafa gefið það út að frétt Fréttablaðsins, sem vísað er í hér að ofan, sé alfarið röng. Umfjöllunin hafi byggt á algjörum misskilningi á því hvernig haldið sé utan um gögn sem berist við leit og hvernig unnið sé úr þeim. Umræddur gagnagrunnur sé sameiginlegur grunnur allra viðbragðsaðila og hafi þeir því allir haft aðgang að gögnunum á sama tíma.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Segir gríðarlega mikilvægt að komast sem fyrst að flugvélinni Rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir gríðarlega mikið að komast að flugvélinni sem liggur á botni Þingvallavatns sem fyrst. Stefnt er að því að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni þegar veður leyfir, líklega seint í þessari viku. 7. febrúar 2022 20:16 Voru á landinu fyrir auglýsingaherferð fatalínunnar Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudag voru staddur hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. Þeir voru hér í hópi átta áhrifavalda og tveggja starfsmanna fyrirtækisins. 7. febrúar 2022 17:30 Voru allir á sama aldursbili og tengdir fatalínu Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudaginn voru á bilinu 22 til 32 ára gamlir. Þeir fundust allir á botni vatnsins í gær en ekki verður hægt að sækja þá fyrr en veður leyfir í seinni hluta vikunnar. 7. febrúar 2022 12:10 Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 7. febrúar 2022 09:31 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Segir gríðarlega mikilvægt að komast sem fyrst að flugvélinni Rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir gríðarlega mikið að komast að flugvélinni sem liggur á botni Þingvallavatns sem fyrst. Stefnt er að því að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni þegar veður leyfir, líklega seint í þessari viku. 7. febrúar 2022 20:16
Voru á landinu fyrir auglýsingaherferð fatalínunnar Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudag voru staddur hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. Þeir voru hér í hópi átta áhrifavalda og tveggja starfsmanna fyrirtækisins. 7. febrúar 2022 17:30
Voru allir á sama aldursbili og tengdir fatalínu Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudaginn voru á bilinu 22 til 32 ára gamlir. Þeir fundust allir á botni vatnsins í gær en ekki verður hægt að sækja þá fyrr en veður leyfir í seinni hluta vikunnar. 7. febrúar 2022 12:10
Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 7. febrúar 2022 09:31