Innlent

Voru á landinu fyrir auglýsingaherferð fatalínunnar

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Frá aðgerðum séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar í gær.
Frá aðgerðum séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar í gær. vísir/vilhelm

Er­lendu ferða­mennirnir þrír sem létust í flug­slysi á Þing­valla­vatni á fimmtu­dag voru staddur hér á landi til að taka þátt í aug­lýsinga­her­ferð fyrir belgíska fata­línu. Þeir voru hér í hópi átta á­hrifa­valda og tveggja starfs­manna fyrir­tækisins.

Fata­merkið sem um ræðir er belgískt og heitir Suspicious Antwerp.

Það hefur upp á síð­kastið verið að hasla sér völl innan tísku­heimsins og er hve vin­sælast fyrir höfuð­kúpu­merki sitt.

Það hefur á síðustu mánuðum fengið hina ýmsu á­hrifa­valda til að aug­lýsa vörur sínar á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram en sá stærsti þeirra er vafa­laust stór­stjarnan Kyli­e Jenner.

Átta áhrifavaldar í hópnum

Í svari fyrir­tækisins við fyrir­spurn frétta­stofu kemur fram að tíu manna hópur á vegum þess hafi verið staddur hér á landi til að taka upp efni í aug­lýsinga­her­ferð í ís­lenskri náttúru.

Hann saman­stóð af tveimur starfs­mönnum fyrir­tækisins og átta á­hrifa­völdum víðs vegar að úr heiminum.

Þrír úr hópnum fóru síðan í flugið í flug­vélinni TF-ABB sem fórst í Þing­valla­vatni síðasta fimmtu­dag.

Eins og greint hefur verið frá var flug­maður hennar Haraldur Diego, for­maður hags­muna­fé­lags flug­manna og flug­véla­eig­enda á Ís­landi. Hann var 50 ára gamall.

Um borð með honum voru tveir á­hrifa­valdar; Banda­ríkja­maðurinn Josh Neuman, sem var ekki nema 22 ára gamall, og Nicola Bellavia, 32 ára gamall Belgi.

Með þeim var einn af starfs­mönnum fata­fyrir­tækisins, Tim Alings, 27 ára gamall Hollendingur, sem starfaði að markaðs­setningu fyrir fyrir­tækið.

Ná hinum látnu ekki upp strax

Allt bendir til að allir hinir látnu hafi fundist skammt frá flug­vélar­flakinu á botni Þing­valla­vatns seinni partinn í gær en ekki hefur verið hægt að kafa eftir þeim vegna veður­skil­yrða.

Á mynd­bandinu hér að neðan frá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi má sjá hvernig að­stæður voru við leit á vatninu í gær:

Ekki verður hægt að sækja hina látnu fyrr en veður og að­stæður batna á svæðinu, sem verður ó­lík­lega fyrr en í fyrsta lagi á fimmtu­dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×