Erlent

Ástralir opna landa­mærin

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Ástralir hafa búið við einar ströngustu reglur í heimi þegar kemur að ferðatakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins.
Ástralir hafa búið við einar ströngustu reglur í heimi þegar kemur að ferðatakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Getty

Ástralir hyggjast opna landamæri sín fullbólusettum ferðamönnum á ný þann 21. febrúar næstkomandi. 

Ástralir hafa verið með mjög harðar takmarkanir á landamærum síðan kórónuveirufaraldurinn lét fyrst að sér kveða. Strangar takmarkanir hafa verið gildi í landamærum landsins í nærri tvö ár.

Ferðamönnum hefur til að mynda almennt ekki verið heimilt að heimsækja landið fyrr en nú og reglurnar hafa gengið svo langt að banna áströlskum ríkisborgurum að yfirgefa landið.

Í frétt Deutsche Welle segir að takmarkanirnar hafi haft mikil áhrif á þá sem ekki gátu heimsótt fjölskyldur sínar. Þá hafi reglur eðli málsins samkvæmt sett ferðamannaiðnað landsins á hliðina.

Scott Morrison forsætisráðherra Ástralíu segist spenntur að taka á móti ferðamönnum á ný.

„Það eru næstum því tvö ár síðan við tókum ákvörðun um að loka landamærum landsins. Ef þú ert tvíbólusettur þá hlökkum við til að taka á móti þér,“ sagði forsætisráðherra Ástralíu á fundi öryggisráðuneytis Ástralíu.

Ástralir hyggjast því feta í fótspor annarra þjóða sem hafa aflétt takmörkunum í kjölfar aukinnar útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þar á meðal eru Danmörk, Svíþjóð og Noregur.


Tengdar fréttir

Svíar aflétta öllum takmörkunum

Svíar hyggjast aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar þann 9. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Svíþjóðar greini frá fyrirætlunum á ríkisstjórnarfundi á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×