Skilur ekki hvers vegna Þórólfur og Willum taka menningu fram yfir háskólastarf Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. febrúar 2022 13:38 Áslaug Arna vill afnema eins metra regluna í háskólum strax. Vísir/Vilhelm Óljóst er hvort næstu afléttingar á sóttvarnatakmörkunum verði kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun eða síðar í vikunni. Ráðherra Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að fjarlægðaregla verði afnumin í háskólum og skilur ekki hvers vegna heilbrigðisráðherra tekur menningarviðburði fram yfir háskólastarf. „Ég bind auðvitað vonir við það að hvorki háskólar né önnur starfsemi búi við takmarkanir í langan tíma í viðbót. En á meðan svo er er að minnsta kosti lágmark að háskólar búi ekki við strangari skilyrði en menningin,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hún vísar þar til eins metra reglunnar sem heilbrigðisráðherra ákvað að fella niður á menningarviðburðum í síðustu viku. Reglan er þó enn í gildi í háskólum landsins. Bindur vonir við afléttingar á morgun Og þetta er Áslaug síður en svo sátt við og hefur kallað eftir því að heilbrigðisráðherra felli regluna einnig niður í skólum. „Ég sé allavega ekki málefnalegar ástæður fyrir því að háskólar búi við meiri eða strangari skilyrði en til dæmis menningin og bind miklar vonir við það að úr þessu verði bætt. Það hefur verið sagt að þetta eigi að skoða þannig ég vona innilega að það gerist ekki seinna en á morgun,“ segir Áslaug Arna. Það verði að gæta að samræmingu í sóttvaratakmörkunum. Það sé enginn munur á því að sitja saman inni í skólastofu heldur en inni í sal á tónleikum eða í leikhúsi. Heilbrigðisráðherra hefur boðað afléttingar í þessari viku, tveimur vikum fyrr en aflléttingaráætlun gerir ráð fyrir. Þó er óvíst hvort þær afléttingar verði kynntar strax eftir ríkisstjórnarfund á morgun eða síðar í vikunni. Hvorki heilbrigðisráðherra né sóttvarnalæknir veittu fréttastofu viðtal fyrir hádegisfréttir. Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Sjá meira
„Ég bind auðvitað vonir við það að hvorki háskólar né önnur starfsemi búi við takmarkanir í langan tíma í viðbót. En á meðan svo er er að minnsta kosti lágmark að háskólar búi ekki við strangari skilyrði en menningin,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hún vísar þar til eins metra reglunnar sem heilbrigðisráðherra ákvað að fella niður á menningarviðburðum í síðustu viku. Reglan er þó enn í gildi í háskólum landsins. Bindur vonir við afléttingar á morgun Og þetta er Áslaug síður en svo sátt við og hefur kallað eftir því að heilbrigðisráðherra felli regluna einnig niður í skólum. „Ég sé allavega ekki málefnalegar ástæður fyrir því að háskólar búi við meiri eða strangari skilyrði en til dæmis menningin og bind miklar vonir við það að úr þessu verði bætt. Það hefur verið sagt að þetta eigi að skoða þannig ég vona innilega að það gerist ekki seinna en á morgun,“ segir Áslaug Arna. Það verði að gæta að samræmingu í sóttvaratakmörkunum. Það sé enginn munur á því að sitja saman inni í skólastofu heldur en inni í sal á tónleikum eða í leikhúsi. Heilbrigðisráðherra hefur boðað afléttingar í þessari viku, tveimur vikum fyrr en aflléttingaráætlun gerir ráð fyrir. Þó er óvíst hvort þær afléttingar verði kynntar strax eftir ríkisstjórnarfund á morgun eða síðar í vikunni. Hvorki heilbrigðisráðherra né sóttvarnalæknir veittu fréttastofu viðtal fyrir hádegisfréttir.
Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Sjá meira