Innlent

Dagur Fannar er nýr prestur í Skálholti

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Séra Dagur Fannar Magnússon hefur verið valinn til að verða prestur í Skálholti í Bláskógabyggð. Hann stefnir á að taka við embættinu í næsta mánuði.
Séra Dagur Fannar Magnússon hefur verið valinn til að verða prestur í Skálholti í Bláskógabyggð. Hann stefnir á að taka við embættinu í næsta mánuði. Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ég er enn þá að ná þessu, ég er svo stoltur og ánægður að vera treyst fyrir þessu verkefni, þetta eru meiriháttar fréttir fyrir mig og mína fjölskyldu,“ segir Selfyssingurinn Dagur Fannar Magnússon, sem hefur verið valinn sem nýr prestur í Skálholti. Fimm sóttu um embættið.

 Dagur Fannar, sem er aðeins 29 ára gamall hefur verið prestur í Heydölum í Austfjarðaprestakall frá því í nóvember 2019. 

„Nú er bara að pakka saman og flytja með fjölskylduna í Skálholt. Ég mun vonandi taka við embættinu í næsta mánuði ef allt gengur upp,“ segir Dagur Fannar, kampakátur með fréttir dagsins. Hann mun þjóna tólf kirkjum í prestakallinu og átta sóknum.

Nýi presturinn í Skálholti, Séra Dagur Fannar Magnússon, sem er Selfyssingur í húð og hár og gamall frjálsíþróttakappi svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×