Innlent

Co­vid-sjúk­lingur tekinn fastur fyrir utan sótt­varna­hótel

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ýmiskonar verkefni rötuðu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og nótt.
Ýmiskonar verkefni rötuðu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær Covid-smitaðan einstakling í annarlegu ástandi fyrir utan sóttvarnarhótel í Hlíðahverfi. Viðkomandi var vistaður í fangeklefa þar sem hann var ekki talinn í ástandi til þess að dvelja á hótelinu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar, en þar kemur ekki fram hvenær viðkomandi var handtekinn.

Þá brást lögreglan við hópslagsmálum í miðbænum, en í dagbók segir að hlutaðeigandi hafi aðeins hlotið minniháttar áverka og að eftir skýrslutöku hafi aðilar málsins verið frjálsir ferða sinna. Þá sinnti lögregla útkalli vegna einstaklings sem hafði dottið fyrir utan skemmtistað í miðborginni og kenndi sér meins í öxl og hendi. Viðkomandi var flutt á slysadeild með sjúkrabíl.

Leystu upp partí 

Í Breiðholti handtók lögregla tvo menn vegna sitt hvorrar líkamsárásarinnar. Voru báðir vistaðir í fangaklefa lögreglu fyrir rannsókn málanna.

Þá leysti lögregla upp „unglingapartí“ í heimahúsi í Kópavogi, en ekki fylgir sögunni hvort það hafi verið vegna ungs aldurs gesta, sóttvarnabrota eða annars.

Lögregla hafði afskipti af sex ökumönnum í nótt, þar af fimm sem taldir voru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Einn var án akstursréttinda, en einn var bæði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×