Innlent

Tvö and­lát til við­bótar vegna Co­vid-19 í Sunnu­hlíð

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrr í vikunni var greint frá því að karlmaður á áttræðisaldri í Sunnuhlíð hafi látist af völdum Covid-19.
Fyrr í vikunni var greint frá því að karlmaður á áttræðisaldri í Sunnuhlíð hafi látist af völdum Covid-19.

Tveir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi eru látnir af völdum Covid-19. Alls hafa því þrír heimilismenn látist af völdum sjúkdómsins eftir að hópsmit kom þar upp á dögunum.

Þetta staðfestir Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts, rekstrarfélags Sunnuhlíðar, í samtali við Vísi. Hann segir að hin látnu hafi verið á níræðisaldri, en vill ekki gefa frekari upplýsingar að svo stöddu.

Kristján segir að alls hafi rúmlega fjörutíu heimilismenn Sunnuhlíðar greinst með Covid-19 á síðustu dögum en að nú séu virk smit meðal heimilismanna ellefu. 

Auk þess greindist nokkur fjöldi starfsmanna og sömuleiðis fór fjöldi þeirra í sóttkví sem hafi orðið til þess að loka hafi þurft iðjuþjálfun og endurhæfingardeild tímabundið til að manna deildir. Það sé þó stefnt að því að opna hinar lokuðu deildir á ný eftir helgi.

Fyrr í vikunni var greint frá því að karlmaður á áttræðisaldri í Sunnuhlíð hafi látist af völdum Covid-19.

Á síðunni covid.is kemur fram að alls hafi 49 manns nú látist af völdum Covid-19 hér á landi.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×