Væri heiður að fá að starfa aftur hjá Eflingu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. febrúar 2022 08:00 Viðar Þorsteinsson sagði upp sem framkvæmdastjóri Eflingar í haust eftir að kvartanir starfsmanna undan stjórnarháttum hans og Sólveigar Önnu komust í fjölmiðla. vísir/sigurjón Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það væri honum mikill heiður að snúa aftur sem framkvæmdastjóri stéttarfélagsins ef listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur sigrar í formannskosningum. Eins og greint var frá í gær var dregin upp afar neikvæð mynd af stjórnarháttum Viðars og Sólveigar í úttekt sem gerð var af óháðum greiningaraðila fyrir skrifstofu Eflingar. Úttektin er byggð á viðtölum við 48 starfsmenn skrifstofunnar og segja greinendurnir það mikið áhyggjuefni hve tíðrætt þeim varð um kynbundna áreitni, ofbeldi og einelti af hálfu Viðars. Sólveig Anna er nú aftur í framboði til formanns félagsins en formannskosningin hefst í næstu viku, þann 9. febrúar, og stendur í viku. Næstu stjórnar að ráða framkvæmdastjóra Viðar og Sólveig hafa unnið náið saman síðustu ár en Viðar segist ekki koma nálægt framboði Sólveigar nú með beinum hætti. „Ég er bara einn af fjölmörgum sem styður jákvæðar breytingar í verkalýðshreyfingunni. En ég er ekki aðili að framboðinu,“ segir hann. En ertu að aðstoða hana eitthvað með framboðið? „Ég hef unnið svona smá sjálfboðastörf… hengt upp eitt eða tvö plaköt.“ Langar þig að koma aftur inn í félagið sem framkvæmdastjóri ef Sólveig vinnur formannskjörið? „Það er auðvitað bara eitthvað sem að stjórn og ný forysta ákveður í félaginu þegar þar að kemur. Ég held að það sé náttúrulega ljóst að ef að Baráttulistinn [listi Sólveigar Önnu] sigrar í þessum kosningum þá verður eitthvert verk fyrir höndum að byggja upp starfsemina á ný. Og það er þá bara þeirra að finna út úr því.“ Hann útilokar því alls ekki að hann gæti snúið aftur til starfa innan Eflingar. „Nei, ég meina.. Það væri mér náttúrulega bara heiður að geta fengið að taka þátt í því verkefni að halda áfram að byggja hér upp raunverulega öfluga verkalýðshreyfingu sem vinnur fyrir félagsfólk. Svo sannarlega.“ Fjallað var um nýja úttekt á starfsháttum Viðars og Sólveigar í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt við bæði Viðar og núverandi framkvæmdastjóra Eflingar sem svarar ásökunum hans. Hægt að horfa á fréttina í spilaranum hér að neðan og nálgast ítarlegri umfjöllun í fréttunum fyrir neðan hana: Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15 Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 3. febrúar 2022 14:53 Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
Eins og greint var frá í gær var dregin upp afar neikvæð mynd af stjórnarháttum Viðars og Sólveigar í úttekt sem gerð var af óháðum greiningaraðila fyrir skrifstofu Eflingar. Úttektin er byggð á viðtölum við 48 starfsmenn skrifstofunnar og segja greinendurnir það mikið áhyggjuefni hve tíðrætt þeim varð um kynbundna áreitni, ofbeldi og einelti af hálfu Viðars. Sólveig Anna er nú aftur í framboði til formanns félagsins en formannskosningin hefst í næstu viku, þann 9. febrúar, og stendur í viku. Næstu stjórnar að ráða framkvæmdastjóra Viðar og Sólveig hafa unnið náið saman síðustu ár en Viðar segist ekki koma nálægt framboði Sólveigar nú með beinum hætti. „Ég er bara einn af fjölmörgum sem styður jákvæðar breytingar í verkalýðshreyfingunni. En ég er ekki aðili að framboðinu,“ segir hann. En ertu að aðstoða hana eitthvað með framboðið? „Ég hef unnið svona smá sjálfboðastörf… hengt upp eitt eða tvö plaköt.“ Langar þig að koma aftur inn í félagið sem framkvæmdastjóri ef Sólveig vinnur formannskjörið? „Það er auðvitað bara eitthvað sem að stjórn og ný forysta ákveður í félaginu þegar þar að kemur. Ég held að það sé náttúrulega ljóst að ef að Baráttulistinn [listi Sólveigar Önnu] sigrar í þessum kosningum þá verður eitthvert verk fyrir höndum að byggja upp starfsemina á ný. Og það er þá bara þeirra að finna út úr því.“ Hann útilokar því alls ekki að hann gæti snúið aftur til starfa innan Eflingar. „Nei, ég meina.. Það væri mér náttúrulega bara heiður að geta fengið að taka þátt í því verkefni að halda áfram að byggja hér upp raunverulega öfluga verkalýðshreyfingu sem vinnur fyrir félagsfólk. Svo sannarlega.“ Fjallað var um nýja úttekt á starfsháttum Viðars og Sólveigar í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt við bæði Viðar og núverandi framkvæmdastjóra Eflingar sem svarar ásökunum hans. Hægt að horfa á fréttina í spilaranum hér að neðan og nálgast ítarlegri umfjöllun í fréttunum fyrir neðan hana:
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15 Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 3. febrúar 2022 14:53 Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15
Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 3. febrúar 2022 14:53
Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35