Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2022 12:02 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. AP/Virginga Mayo Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. Meðal annars hafa Speznaz-sérsveitir verið fluttar til Hvíta-Rússlands, auk orrustuþota, eldflauga sem geta borið kjarnorkuvopn og loftvarnarkerfa. Samkvæmt NATO eiga þessir hermenn að taka þátt í umfangsmiklum heræfingum með herafla Hvíta-Rússlands í þessum mánuði. Þá hefur Reuters fréttaveitan eftir varnarmálaráðherra Úkraínu að Rússar hafi sent um 115 þúsund hermenn að landamærum landsins. Mikil spenna er í Austur-Evrópu um þessar mundir sem að má að miklu leyti rekja til áðurnefndra hermanna við landamæri Úkraínu en óttast er að Rússar gætu gert aðra innrás í landið. Rússar hafa krafist þess að tlantshafsbandalagið meini Úkraínu aðkomu að hernaðarbandalaginu í framtíðinni og vísi ríkjum Austur-Evrópu úr bandalaginu en þeim kröfum hefur verið hafnað alfarið. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að um tvö þúsund hermenn verði sendir frá Fort Bragg í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum til herstöðva í Póllandi og Þýskalandi og þá verði um þúsund bandarískir hermenn sem nú þegar eru í Þýskalandi sendir til Rúmeníu. Með því vildi Biden senda skilaboð um samstöðu í NATO en ráðamenn í Rússlandi segja ákvörðunina skaðlega og að hún muni leiða til meiri spennu. Sjá einnig: Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Bandaríkjamenn hafa einnig sett um 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu fyrir mögulega flutninga til Evrópu. Fyrir eru um 75 til 80 þúsund bandarískir hermenn með fasta viðveru í Evrópu. Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. 3. febrúar 2022 06:45 Austur-Evrópa: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðubúinn til aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er reiðubúinn að aðstoða lönd sem verða fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum af völdum ástandsins á landamærum Úkraínu og Rússlands. 2. febrúar 2022 18:50 „Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. 31. janúar 2022 23:26 Segjast ætla að bregðast fljótt við höfnuninni Það að kröfum Rússa hafi verið hafnað gefur ekki mikið tilefni til jákvæðni en viðræður koma þó enn til greina, að sögn Dmitry Peskovs, talsmanns Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði blaðamönnum í dag að Vesturveldin hefðu ekki tekið tillit til áhyggna Rússa. 27. janúar 2022 15:01 Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri. 26. janúar 2022 16:24 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Meðal annars hafa Speznaz-sérsveitir verið fluttar til Hvíta-Rússlands, auk orrustuþota, eldflauga sem geta borið kjarnorkuvopn og loftvarnarkerfa. Samkvæmt NATO eiga þessir hermenn að taka þátt í umfangsmiklum heræfingum með herafla Hvíta-Rússlands í þessum mánuði. Þá hefur Reuters fréttaveitan eftir varnarmálaráðherra Úkraínu að Rússar hafi sent um 115 þúsund hermenn að landamærum landsins. Mikil spenna er í Austur-Evrópu um þessar mundir sem að má að miklu leyti rekja til áðurnefndra hermanna við landamæri Úkraínu en óttast er að Rússar gætu gert aðra innrás í landið. Rússar hafa krafist þess að tlantshafsbandalagið meini Úkraínu aðkomu að hernaðarbandalaginu í framtíðinni og vísi ríkjum Austur-Evrópu úr bandalaginu en þeim kröfum hefur verið hafnað alfarið. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að um tvö þúsund hermenn verði sendir frá Fort Bragg í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum til herstöðva í Póllandi og Þýskalandi og þá verði um þúsund bandarískir hermenn sem nú þegar eru í Þýskalandi sendir til Rúmeníu. Með því vildi Biden senda skilaboð um samstöðu í NATO en ráðamenn í Rússlandi segja ákvörðunina skaðlega og að hún muni leiða til meiri spennu. Sjá einnig: Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Bandaríkjamenn hafa einnig sett um 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu fyrir mögulega flutninga til Evrópu. Fyrir eru um 75 til 80 þúsund bandarískir hermenn með fasta viðveru í Evrópu.
Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. 3. febrúar 2022 06:45 Austur-Evrópa: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðubúinn til aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er reiðubúinn að aðstoða lönd sem verða fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum af völdum ástandsins á landamærum Úkraínu og Rússlands. 2. febrúar 2022 18:50 „Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. 31. janúar 2022 23:26 Segjast ætla að bregðast fljótt við höfnuninni Það að kröfum Rússa hafi verið hafnað gefur ekki mikið tilefni til jákvæðni en viðræður koma þó enn til greina, að sögn Dmitry Peskovs, talsmanns Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði blaðamönnum í dag að Vesturveldin hefðu ekki tekið tillit til áhyggna Rússa. 27. janúar 2022 15:01 Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri. 26. janúar 2022 16:24 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. 3. febrúar 2022 06:45
Austur-Evrópa: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðubúinn til aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er reiðubúinn að aðstoða lönd sem verða fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum af völdum ástandsins á landamærum Úkraínu og Rússlands. 2. febrúar 2022 18:50
„Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. 31. janúar 2022 23:26
Segjast ætla að bregðast fljótt við höfnuninni Það að kröfum Rússa hafi verið hafnað gefur ekki mikið tilefni til jákvæðni en viðræður koma þó enn til greina, að sögn Dmitry Peskovs, talsmanns Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði blaðamönnum í dag að Vesturveldin hefðu ekki tekið tillit til áhyggna Rússa. 27. janúar 2022 15:01
Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri. 26. janúar 2022 16:24
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent