Innlent

Lentu þyrlu Gæslunnar á borgar­ís­jaka

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Borgarísjakinn er mikið stærri en sá sem varað var við í gær.
Borgarísjakinn er mikið stærri en sá sem varað var við í gær. Landhelgisgæslan

Landhelgisgæsla Íslands lenti þyrlu sinni, TF-GNA, á gríðarstórum borgarísjaka sem staðsettur var djúpt norður af Vestfjörðum síðdegis í gær.

Landhelgisgæslan var í eftirlitisflugi á svæðinu og kom fyrst auga á borgarísjakann sem áhöfn á varðskipinu Þór hafði séð fyrr um daginn. Áhöfn Þórs varaði við þeim ísjaka í kjölfarið en hann var þá staðsettur um 20 sjómílur norður af Selskeri á Húnaflóa. 

Hér að neðan má sjá myndband af borgarísjakanum sem varað hafði verið við.

Í eftirlitsflugi kom þyrlusveit Landhelgisgæslunnar auga á enn stærri borgarísjaka. Sigmanni Gæslunnar var í kjölfarið slakað niður á jakann til að kanna aðstæður en þegar sigmaðurinn var hífður aftur upp var ákveðið að lenda þyrlunni á ísjakanum.

Á myndinni sést Jóhannes Jóhannesson flugmaður Landhelgisgæslunnar fljúga yfir ísjakann.Landhelgisgæslan

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni en Gæslan segir mikilvægt að þeir sem eigi leið um svæðið séu meðvitaðir um satðsetningu ísjakanna.

Á myndinni má sjá staðsetningu þriggja ísjaka eins og þeir blöstu við Landhelgisgæslunni síðdegis í gær.Landhelgisgæslan

Tengdar fréttir

Þór ansi smár miðað við borgarísjakann

Varðskipið Þór, sem þykir engin smásmíði, er ansi smátt við hliðina á borgarísjakanum stóra sem nú er um tuttugu sjómílur norður af Selskeri á Húnaflóa.

Landhelgisgæslan varar við borgarísjaka

Landhelgisgæsla Íslands varar við borgarísjaka sem er um 20 sjómílur norður af Selskeri á Húnaflóa. Áhöfnin á varðskipinu Þór sigldi fram hjá ísjakanum um hádegisbil í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×