Innlent

Þór ansi smár miðað við borgarísjakann

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Drónamyndband frá Landhelgisgæslunni sýnir glögglega stærð borgarísjakans.
Drónamyndband frá Landhelgisgæslunni sýnir glögglega stærð borgarísjakans. Landhelgisgæslan

Varðskipið Þór, sem þykir engin smásmíði, er ansi smátt við hliðina á borgarísjakanum stóra sem nú er um tuttugu sjómílur norður af Selskeri á Húnaflóa.

Þetta sést glögglega á myndbandi sem Landhelgisgæslan sendi fjölmiðlum síðdegis og sjá má hér að neðan, en varað var við borgarísjakanum fyrr í dag.

Klippa: Myndband sýnir borgarísjakann í allri sinni dýrð

Eins og sjá má er borgarísjakinn v-laga, og ansi stór. Áætlað er að hann sé um 250 metrar á lengd, 260 metrar á breidd og 15 metra hár.

Landhelgisgæslan telur einnig líklegt að borgarísjakinn sé strandaður, en dýpi á svæðinu er um áttatíu metrar.

„Mikilvægt er að þeir sem eiga leið um svæðið séu meðvitaðir um staðsetningu jakans. Þegar varðskipið Þór sigldi framhjá jakanum var hann á stað: 66°27,7N – 021°30,0V,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar þar sem vakin er athygli á því að ísjakinn geti reynst varasamur, sérstaklega í myrkri.


Tengdar fréttir

Landhelgisgæslan varar við borgarísjaka

Landhelgisgæsla Íslands varar við borgarísjaka sem er um 20 sjómílur norður af Selskeri á Húnaflóa. Áhöfnin á varðskipinu Þór sigldi fram hjá ísjakanum um hádegisbil í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×