Fótbolti

Brosandi Hörður eftir að tíu mánaða bið lauk í dag

Sindri Sverrisson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon hefur ekki spilað landsleik síðan í mars á síðasta ári, gegn Þýskalandi og Liechtenstein.
Hörður Björgvin Magnússon hefur ekki spilað landsleik síðan í mars á síðasta ári, gegn Þýskalandi og Liechtenstein. Getty/Matthias Hangst

Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, lék langþráðan leik í dag þegar hann spilaði með CSKA Moskvu í æfingaleik gegn danska liðinu Viborg í Campoamor á Spáni.

Hörður og félagar fögnuðu 3-2 sigri en Hörður hefur eflaust fagnað því mun meira að hafa loksins getað spilað fótboltaleik að nýju eftir að hafa verið frá keppni síðan í apríl á síðasta ári.

Hörður var borin af velli í leik með CSKA í rússnesku úrvalsdeildinni 4. apríl og í ljós kom að hann hefði slitið hásin.

Hann hefur því misst úr tíu mánuði með CSKA og ekki spilað landsleik síðan í mars á síðasta ári, í fyrstu leikjunum undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar.

Hörður sagðist í samtali við Twitter-síðu CSKA ekki hafa fundið fyrir neinum eftirköstum af hásinarslitunum í dag.

Nú þegar Hörður er farinn að geta spilað á nýjan leik er útlit fyrir að hann verði klár í slaginn með íslenska landsliðinu í vináttulandsleikjunum gegn Spáni og Finnlandi á Spáni í lok næsta mánaðar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.