Cloé skoraði markið á 36. mínútu en það reyndist eina mark leiksins. Um var að ræða fyrri leik liðanna í undanúrslitum portúgalska deildabikarsins og Benfica fer því með 1-0 forskot í seinni leikinn.
Miðvörðurinn Heiðdís Lillýardóttir, sem gekk til liðs við Benfica að láni frá Breiðabliki um áramótin, var ekki með í dag.
Benfica og Famalicao mætast í seinni leik sínum eftir rúman mánuð, eða 9. mars. Liðin eru efst í portúgölsku deildinni en Benfica er þar með þriggja stiga forskot.