Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2022 12:08 Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku í Eflingu í lok október eftir stormasöm samskipti við starfsfólk á skrifstofu félagsins. Vísir/Vilhelm Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. Framboðsfrestur til formennsku og meðstjórnenda í Eflingu rann út klukkan níu í morgun. Umboðsmenn framboða Sólveigar Önnu Jónsdóttur fyrrverandi formanns félagsins og Guðmundar Baldurssonar stjórnarmanns í félaginu lögðu fram framboðslista með meðmælendum. Framboð Sólveigar með tæplega fjögur hundruð meðmælendum og Guðmundar með 140 en að minnsta kosti 120 fullgildir félagar í Eflingu þurfa að mæla með framboði. Þá liggur fyrir framboð Ólafar Helgu Adolfsdóttur varaformanns félagsins að tillögu uppstillingarnefndar. Kosning fer fram dagana 9. til 15. febrúar. Guðmundur segist vilja stuðla að allt öðrum stjórnarháttum en tíðkuðust í formannstíð Sólveigar Önnu sem sagði af sér formennsku í lok október eftir stormasöm samskipti við starfsfólk á skrifstofu félagsins. Skrifstofan hafi nánast verið óstarfhæf. Guðmundur Baldursson segir mikilvægt að miðla réttum upplýsingum um stöðu mála á skrifstofu Eflingar til félagsmanna.Stöð 2/Egill Þú lagðir inn fyrirspurn hjá skrifstofunni á dögunum um kostnað við uppsagnir starfsmanna og fleira. Hvað leiddi sú fyrirspurn í ljós? „Hún leiddi í ljós alveg óheyrilega háar tölur. Ekki nokkrum einasta manni hefði dottið í hug hversu miklar fórnir hafa verið færðar þarna inni á skrifstofunni,“ segir Guðmundur. Löng veikindaleyfi, laun á uppsagnafresti og kostnaður við starfslokasamninga Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra hafi kostað félagið rúmar 128 milljónir króna. Um fjörutíu starfsmenn hafi horfið frá félaginu á tæpum fjórum árum. Kostnaður við uppsagnarfrest formanns og framkvæmdastjóra er meðtalinn í þessum tölum Guðmundur vill að grasrót félagsins komi að samningaviðræðum í gegnum fimm manna stjórnir á einstökum sviðum félagsins. Fyrir komandi kjaraviðræður verði aðaláherslan á húsnæðismálin, þak á leiguverð og að halda vöxtum lágum. „Þess vegna skiptir miklu máli að halda utan um þetta. Passa upp á að húsnæðisverð vaði ekki upp úr öllu valdi og umfram allt að vextir í landinu haldist eins neðarlega og hægt er,“ segir Guðmundur Baldursson. Sólveig Anna Jónsdóttir vildi ekki veita viðtal að þessu sinni. Stefna framboðs hennar lægi frammi á Netinu. Hún muni þó ræða við fjölmiðla þegar nær dragi kosningum. Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2. febrúar 2022 06:34 Hættur trúnaðarstörfum fyrir Eflingu vegna ásakana um kynferðisofbeldi Stjórn Eflingar hefur móttekið afsögn Daníels Arnar Arnarssonar frá öllum trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið. Þeta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni en Daníel hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi. 31. janúar 2022 10:08 Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28. janúar 2022 20:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Framboðsfrestur til formennsku og meðstjórnenda í Eflingu rann út klukkan níu í morgun. Umboðsmenn framboða Sólveigar Önnu Jónsdóttur fyrrverandi formanns félagsins og Guðmundar Baldurssonar stjórnarmanns í félaginu lögðu fram framboðslista með meðmælendum. Framboð Sólveigar með tæplega fjögur hundruð meðmælendum og Guðmundar með 140 en að minnsta kosti 120 fullgildir félagar í Eflingu þurfa að mæla með framboði. Þá liggur fyrir framboð Ólafar Helgu Adolfsdóttur varaformanns félagsins að tillögu uppstillingarnefndar. Kosning fer fram dagana 9. til 15. febrúar. Guðmundur segist vilja stuðla að allt öðrum stjórnarháttum en tíðkuðust í formannstíð Sólveigar Önnu sem sagði af sér formennsku í lok október eftir stormasöm samskipti við starfsfólk á skrifstofu félagsins. Skrifstofan hafi nánast verið óstarfhæf. Guðmundur Baldursson segir mikilvægt að miðla réttum upplýsingum um stöðu mála á skrifstofu Eflingar til félagsmanna.Stöð 2/Egill Þú lagðir inn fyrirspurn hjá skrifstofunni á dögunum um kostnað við uppsagnir starfsmanna og fleira. Hvað leiddi sú fyrirspurn í ljós? „Hún leiddi í ljós alveg óheyrilega háar tölur. Ekki nokkrum einasta manni hefði dottið í hug hversu miklar fórnir hafa verið færðar þarna inni á skrifstofunni,“ segir Guðmundur. Löng veikindaleyfi, laun á uppsagnafresti og kostnaður við starfslokasamninga Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra hafi kostað félagið rúmar 128 milljónir króna. Um fjörutíu starfsmenn hafi horfið frá félaginu á tæpum fjórum árum. Kostnaður við uppsagnarfrest formanns og framkvæmdastjóra er meðtalinn í þessum tölum Guðmundur vill að grasrót félagsins komi að samningaviðræðum í gegnum fimm manna stjórnir á einstökum sviðum félagsins. Fyrir komandi kjaraviðræður verði aðaláherslan á húsnæðismálin, þak á leiguverð og að halda vöxtum lágum. „Þess vegna skiptir miklu máli að halda utan um þetta. Passa upp á að húsnæðisverð vaði ekki upp úr öllu valdi og umfram allt að vextir í landinu haldist eins neðarlega og hægt er,“ segir Guðmundur Baldursson. Sólveig Anna Jónsdóttir vildi ekki veita viðtal að þessu sinni. Stefna framboðs hennar lægi frammi á Netinu. Hún muni þó ræða við fjölmiðla þegar nær dragi kosningum.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2. febrúar 2022 06:34 Hættur trúnaðarstörfum fyrir Eflingu vegna ásakana um kynferðisofbeldi Stjórn Eflingar hefur móttekið afsögn Daníels Arnar Arnarssonar frá öllum trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið. Þeta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni en Daníel hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi. 31. janúar 2022 10:08 Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28. janúar 2022 20:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2. febrúar 2022 06:34
Hættur trúnaðarstörfum fyrir Eflingu vegna ásakana um kynferðisofbeldi Stjórn Eflingar hefur móttekið afsögn Daníels Arnar Arnarssonar frá öllum trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið. Þeta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni en Daníel hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi. 31. janúar 2022 10:08
Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28. janúar 2022 20:30