Innlent

Karl­maður á átt­ræðis­aldri lést af völdum Co­vid-19 í Sunnu­hlíð

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn látni bjó í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlið í Kópavogi.
Hinn látni bjó í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlið í Kópavogi.

Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi um helgina.

Þetta staðfestir Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts, rekstrarfélags Sunnuhlíðar, í samtali við Vísi, en það var Viljinn sem sagði fyrst miðla frá andlátinu.

Kristján segir að alls hafi um 35 af 66 heimilismönnum í Sunnuhlíð smitast í tengslum við hópsmit sem þar kom upp á dögunum. Þá hafi fjöldi starfsfólks einnig greinst með kórónuveiruna og enn fleiri farið í sóttkví.

„Reksturinn verður þungur út þessa viku vegna þessara smita. Við höfum meðal annars þurft að loka iðjuþjálfun og endurhæfingadeildinni til að geta haldið starfseminni gangandi,“ segir Kristján.

Alls hafa nú 47 látist af völdum Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.