Bergsveinn telur fulla ástæðu til að vantreysta siðanefnd Háskóla Íslands Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2022 13:08 Siðanefnd Háskóla Íslands hefur kæru Bergsveins á hendur Ásgeiri Jónssyni til meðferðar. Á fundi nefndarinnar nýlega var erindi Bergsveins þess efnis að Skúli Skúlason hljóti að teljast vanhæfur til að fjalla um mál hans vísað frá. Siðanefnd Háskóla Íslands hefur tekið afstöðu til erindis Bergsveins Birgissonar rithöfundar og fræðimanns en hann fór fram á að Skúli Skúlason víki úr nefndinni við meðferð kæru hans á hendur Ásgeir Jónssyni seðlabankastjóra. Nefndin telur ekki ástæðu til að verða við ósk rithöfundarins. Bergsveinn óttast mjög um óhlutdrægni nefndarinnar. En eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um telur Bergsveinn einsýnt að Ásgeir hafi stuðst við bók sína Leitina að svarta Víkingnum þegar hann setti fram kenningar um landanám Íslands í nýlegri bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Ásgeir hefur vísað því á bug. Bergsveinn kærði þetta til siðanefndar Háskóla Íslands sem er með málið til umfjöllunar. Skúla beri ekki að víkja við meðferð málsins Í bréfi sem Bergsveini hefur borist frá nefndinni kemur fram að hún hafi fundað 21. janúar þar sem bréf hans var lagt fram. Þar segir jafnframt að á fundi 13. desember hafi Skúli Skúlason vakið athygli nefndarmanna á tengslum hans við Ásgeir Jónsson. Bækurnar tvær sem um ræðir. Bergsveinn telur einsýnt að Ásgeir hafi, án þess að geta þess í heimildaskrá, stuðst við bók sína þegar hann útfærir kenningar um landnám Íslands. „Nefndarmenn ræddu málið út frá sjónarmiðum sem gilda um vanhæfi í stjórnsýslurétti og var það einróma niðurstaða þeirra að tengslin væru ekki þess eðlis að honum bæri að víkja sæti við meðferð málsins.“ Erindið var aftur tekið upp á fundi 21. janúar og þar gerði Skúli nefndarmönnum „á ný ítarlega grein fyrir tengslum sínum við Ásgeir Jónsson og fjölskyldu hans, en nefndin taldi engu að síður ekki ástæðu til að víkja frá fyrri afstöðu sinni um hæfi Skúla. Honum ber því ekki að víkja við meðferð málsins.“ Ýmsir snertifletir milli Skúla og Ásgeirs Bergsveinn er ósáttur við þessa niðurstöðu og telur engar röksemdir gefnar fyrir ákvörðuninni. „Þykir mér það hæpin stjórnsýslulög ef allt ákvörðunarvald um vanhæfi er lagt í hendur þess sem er grunaður um vanhæfi,“ segir Bergsveinn. Hann segist hafa alla ástæðu til að efast um óhlutdrægni Skúla við meðferð máls hans gegn Ásgeiri. Og vísar í þeim efnum til bréfs hans til siðanefndar þar sem hann rekur tengslin sem hann telur að geri Skúla vanhæfan. Í bréfinu tilgreinir Bergsveinn ástæður þess að hann telur Skúla vanhæfan. Þar rekur hann meðal annars að Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og alþingismaður Norðvesturkjördæmis (2003–2013) sé faðir Ásgeirs. Og Skúli hafi um langt skeið verið samstarfsmaður Jóns Bjarnasonar, þáverandi rektors, við það sem síðar varð háskólinn á Hólum í Hjaltadal. Jón Bjarnason gegndi stöðu rektors 1981–1999 við skólann, og á sama tímabili var Skúli Skúlason deildarforseti við sama skóla (1990–1999). Skúli Skúlason fyrrverandi rektor Hólaskóla og Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra. Milli þeirra eru, að mati Bergsveins, slík tengsl að draga má hæfi Skúla í efa en Jón er faðir Ásgeirs Jónssonar sem Bergsveinn hefur kært til siðanefndar Háskóla Íslands. Þá tilgreinir Bergsveinn jafnframt að bróðir Ásgeirs, Bjarni Jónsson, hafi verið við rannsóknir við háskólann á Hólum frá 1996–1998, á þeim sama tíma og Skúli Skúlason var deildarforseti Fiskeldis- og fiskalíffræðisdeildar skólans, sem fellur undir fræðasvið Bjarna. Ljóst sé að sú rannsóknardvöl hafi markað upphaf að víðtæku vísindasamstarfi Skúla og Bjarna sem lesa má í fræðigreinum sem Skúli og Bjarni hafa skrifað í félagi síðar. Bréf Bergsveins í heild má finna í tengdum skjölum neðst í þessari frétt. Bláeyg trú á siðvendni háskólamanna „Á þeim forsendum sem gefnar eru upp í bréfinu, hef ég alla ástæðu til að efast um óhlutdrægni Skúla í meðferð míns máls gegn Ásgeiri Jónssyni,“ segir Bergsveinn í samtali við Vísi. Bergsveinn Birgisson rithöfundur segist nú hafa fulla ástæðu til að vantreysta siðanefnd Háskóla Íslands. Honum þykir miður að stjórnsýslulög séu túlkuð svo, að allt dómsvald um vanhæfi sé í höndum þess sem er grunaður um vanhæfi. Í starfsreglum Háskólaráðs segi (5.gr): „Forseti háskólaráðs skal í upphafi hvers fundar kanna meðal fulltrúa í ráðinu hvort þeir telji sig vanhæfa til að fjalla um einstök mál á dagskrá.“ Bergsveinn segir þannig forseta háskólaráðs, sem er Jón Atli Benediktsson rektor, reiða sig á mat fulltrúa í nefndum og ráðum, um hvort þeir séu vanhæfir eða ekki, en hafi ekki umboð til að kanna það sjálfur. „Þykir mér þetta meira endurspegla bláeyga trú á siðvendni þeirra er starfa innan Háskólans, en ekki fæ ég betur séð en þar megi finna mannlega breyskleika eins og annars staðar í mannlegu félagi,“ segir Bergsveinn sem af áðurgreindum ástæðum óttast mjög um óhlutdrægni nefndarinnar í hans máli. Tengd skjöl Bréf_vegna_gruns_um_vanhæfiDOCX35KBSækja skjal Höfundarréttur Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Háskólar Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Sjá meira
Nefndin telur ekki ástæðu til að verða við ósk rithöfundarins. Bergsveinn óttast mjög um óhlutdrægni nefndarinnar. En eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um telur Bergsveinn einsýnt að Ásgeir hafi stuðst við bók sína Leitina að svarta Víkingnum þegar hann setti fram kenningar um landanám Íslands í nýlegri bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Ásgeir hefur vísað því á bug. Bergsveinn kærði þetta til siðanefndar Háskóla Íslands sem er með málið til umfjöllunar. Skúla beri ekki að víkja við meðferð málsins Í bréfi sem Bergsveini hefur borist frá nefndinni kemur fram að hún hafi fundað 21. janúar þar sem bréf hans var lagt fram. Þar segir jafnframt að á fundi 13. desember hafi Skúli Skúlason vakið athygli nefndarmanna á tengslum hans við Ásgeir Jónsson. Bækurnar tvær sem um ræðir. Bergsveinn telur einsýnt að Ásgeir hafi, án þess að geta þess í heimildaskrá, stuðst við bók sína þegar hann útfærir kenningar um landnám Íslands. „Nefndarmenn ræddu málið út frá sjónarmiðum sem gilda um vanhæfi í stjórnsýslurétti og var það einróma niðurstaða þeirra að tengslin væru ekki þess eðlis að honum bæri að víkja sæti við meðferð málsins.“ Erindið var aftur tekið upp á fundi 21. janúar og þar gerði Skúli nefndarmönnum „á ný ítarlega grein fyrir tengslum sínum við Ásgeir Jónsson og fjölskyldu hans, en nefndin taldi engu að síður ekki ástæðu til að víkja frá fyrri afstöðu sinni um hæfi Skúla. Honum ber því ekki að víkja við meðferð málsins.“ Ýmsir snertifletir milli Skúla og Ásgeirs Bergsveinn er ósáttur við þessa niðurstöðu og telur engar röksemdir gefnar fyrir ákvörðuninni. „Þykir mér það hæpin stjórnsýslulög ef allt ákvörðunarvald um vanhæfi er lagt í hendur þess sem er grunaður um vanhæfi,“ segir Bergsveinn. Hann segist hafa alla ástæðu til að efast um óhlutdrægni Skúla við meðferð máls hans gegn Ásgeiri. Og vísar í þeim efnum til bréfs hans til siðanefndar þar sem hann rekur tengslin sem hann telur að geri Skúla vanhæfan. Í bréfinu tilgreinir Bergsveinn ástæður þess að hann telur Skúla vanhæfan. Þar rekur hann meðal annars að Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og alþingismaður Norðvesturkjördæmis (2003–2013) sé faðir Ásgeirs. Og Skúli hafi um langt skeið verið samstarfsmaður Jóns Bjarnasonar, þáverandi rektors, við það sem síðar varð háskólinn á Hólum í Hjaltadal. Jón Bjarnason gegndi stöðu rektors 1981–1999 við skólann, og á sama tímabili var Skúli Skúlason deildarforseti við sama skóla (1990–1999). Skúli Skúlason fyrrverandi rektor Hólaskóla og Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra. Milli þeirra eru, að mati Bergsveins, slík tengsl að draga má hæfi Skúla í efa en Jón er faðir Ásgeirs Jónssonar sem Bergsveinn hefur kært til siðanefndar Háskóla Íslands. Þá tilgreinir Bergsveinn jafnframt að bróðir Ásgeirs, Bjarni Jónsson, hafi verið við rannsóknir við háskólann á Hólum frá 1996–1998, á þeim sama tíma og Skúli Skúlason var deildarforseti Fiskeldis- og fiskalíffræðisdeildar skólans, sem fellur undir fræðasvið Bjarna. Ljóst sé að sú rannsóknardvöl hafi markað upphaf að víðtæku vísindasamstarfi Skúla og Bjarna sem lesa má í fræðigreinum sem Skúli og Bjarni hafa skrifað í félagi síðar. Bréf Bergsveins í heild má finna í tengdum skjölum neðst í þessari frétt. Bláeyg trú á siðvendni háskólamanna „Á þeim forsendum sem gefnar eru upp í bréfinu, hef ég alla ástæðu til að efast um óhlutdrægni Skúla í meðferð míns máls gegn Ásgeiri Jónssyni,“ segir Bergsveinn í samtali við Vísi. Bergsveinn Birgisson rithöfundur segist nú hafa fulla ástæðu til að vantreysta siðanefnd Háskóla Íslands. Honum þykir miður að stjórnsýslulög séu túlkuð svo, að allt dómsvald um vanhæfi sé í höndum þess sem er grunaður um vanhæfi. Í starfsreglum Háskólaráðs segi (5.gr): „Forseti háskólaráðs skal í upphafi hvers fundar kanna meðal fulltrúa í ráðinu hvort þeir telji sig vanhæfa til að fjalla um einstök mál á dagskrá.“ Bergsveinn segir þannig forseta háskólaráðs, sem er Jón Atli Benediktsson rektor, reiða sig á mat fulltrúa í nefndum og ráðum, um hvort þeir séu vanhæfir eða ekki, en hafi ekki umboð til að kanna það sjálfur. „Þykir mér þetta meira endurspegla bláeyga trú á siðvendni þeirra er starfa innan Háskólans, en ekki fæ ég betur séð en þar megi finna mannlega breyskleika eins og annars staðar í mannlegu félagi,“ segir Bergsveinn sem af áðurgreindum ástæðum óttast mjög um óhlutdrægni nefndarinnar í hans máli. Tengd skjöl Bréf_vegna_gruns_um_vanhæfiDOCX35KBSækja skjal
Höfundarréttur Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Háskólar Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Sjá meira