„Allir hundarnir í þessu máli eru hundrað þúsund prósent hreinræktaðir hundar“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2022 20:55 Mæðgurnar hafa ræktað Schäferhunda undir ræktunarnafninu Gjóska. Getty Images Mæðgum sem vísað var úr Hundaræktarfélaginu (HRFÍ) í vikunni telja illa að sér vegið og segja mannorð sitt eyðilagt. Þær eru ósáttar við stjórn félagsins og formann og gera alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðina. Mbl greindi fyrst frá en fréttastofa Vísis hefur yfirlýsingu frá lögmanni mæðgnanna einnig undir höndum. Í yfirlýsingunni segir að stjórn HRFÍ hafi eyðilagt mannorð mæðgnanna og lagt ræktunarstarf þeirra í rúst. Héraðsdómur tók deilur mægðananna og HRFÍ en vísaði málinu frá í liðinni viku. Mæðgunum var skömmu síðar vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár eftir úrskurð siðanefndar félagsins. Hundana hafa þær mæðgur ræktað undir merkjum ræktunarinnar Gjósku. HRFÍ hafi eyðilagt mannorð Mæðgurnar eiga meðal annars að hafa falsað ættbókaskráningar og með úrskurðinum voru þær sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Þær eiga að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota hafi verið efnislega rangar. Í yfirlýsingu lögmanns, og fyrir hönd mægðnanna, er meðferð HRFÍ á málinu harðlega gagnrýnd. Þar er stjórn félagsins og formaðurinn Daníel Örn Hinriksson harðlega gagnrýnd. „Ný stjórn HRFÍ hefur náð að eyðileggja mannorð mæðgna, borið þær röngum sökum og lagt í rúst um 30 ára mjög kostnaðarsamt áhugarmál móður sem er menntaður búfræðingur og tamningakona,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Segja formann ráðast á félaga með illindum Formaðurinn, Daníel Örn, ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi og sagði málið eitt það alvarlegasta sem komið hafi upp innan félagsins. Það sé mjög alvarlegt brot gagnvart félaginu og félagsmönnum, reynist ættbókin röng. „Ég hef verið í félaginu í tuttugu ár og ég man ekki eftir svona alvarlegu broti,“ sagði Daníel meðal annars í samtali við fréttastofu. Þessu eru mæðgurnar ekki sammála og fullyrða að Daníel Örn hafi vitað að hundarnir sem um ræddi hafi verið hreinræktaðir. Kæran hafi verið röng en málið haldið áfram. „Þá liggur það fyrir að allir hundarnir í þessu máli er 100000% hreinræktaðir hundar. Að mati móður væri gaman að formaður upplýsti um sín afrek hjá félaginu önnur en ráðast á eigin félaga með ófriði og illindum,“ segir í yfirlýsingu mæðgnanna. „Álit móður er að hún hafi mátt þola ótrúlegan hroka, yfirgang og dónaskap af hálfu jafningja sem kosnir voru til trúnaðarstarfa en meint vald hefur stigið þeim til höfuðs. Þessi málsmeðferð er þeim til ævarandi skammar og gerir þetta félag óaðlaðandi kost fyrir hundaeigendur,“ segir orðrétt í yfirlýsingunni. Tengd skjöl Daníel_Örn_Hinriksson_formaður_HRFÍ_telur_got_rangskráðDOCX26KBSækja skjal Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Man ekki eftir svo alvarlegu broti Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir mál mæðgna sem var vísað úr félaginu það alvarlegasta sem komið hafi upp innan félagsins. Mæðgurnar sæta fimmtán ára brottvísun, meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. 30. janúar 2022 09:31 Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19 Deilum innan Hundaræktarfélagsins vísað frá héraðsdómi Máli tveggja ræktenda gegn Hundaræktarfélagi Íslands og fulltrúum siðanefndar félagsins var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Að mati héraðsdóms voru margar dómkrafna bæði óskýrar og vanreifaðar og ræktendunum því gert að greiða félaginu málskostnað. 24. janúar 2022 15:31 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Mbl greindi fyrst frá en fréttastofa Vísis hefur yfirlýsingu frá lögmanni mæðgnanna einnig undir höndum. Í yfirlýsingunni segir að stjórn HRFÍ hafi eyðilagt mannorð mæðgnanna og lagt ræktunarstarf þeirra í rúst. Héraðsdómur tók deilur mægðananna og HRFÍ en vísaði málinu frá í liðinni viku. Mæðgunum var skömmu síðar vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár eftir úrskurð siðanefndar félagsins. Hundana hafa þær mæðgur ræktað undir merkjum ræktunarinnar Gjósku. HRFÍ hafi eyðilagt mannorð Mæðgurnar eiga meðal annars að hafa falsað ættbókaskráningar og með úrskurðinum voru þær sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Þær eiga að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota hafi verið efnislega rangar. Í yfirlýsingu lögmanns, og fyrir hönd mægðnanna, er meðferð HRFÍ á málinu harðlega gagnrýnd. Þar er stjórn félagsins og formaðurinn Daníel Örn Hinriksson harðlega gagnrýnd. „Ný stjórn HRFÍ hefur náð að eyðileggja mannorð mæðgna, borið þær röngum sökum og lagt í rúst um 30 ára mjög kostnaðarsamt áhugarmál móður sem er menntaður búfræðingur og tamningakona,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Segja formann ráðast á félaga með illindum Formaðurinn, Daníel Örn, ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi og sagði málið eitt það alvarlegasta sem komið hafi upp innan félagsins. Það sé mjög alvarlegt brot gagnvart félaginu og félagsmönnum, reynist ættbókin röng. „Ég hef verið í félaginu í tuttugu ár og ég man ekki eftir svona alvarlegu broti,“ sagði Daníel meðal annars í samtali við fréttastofu. Þessu eru mæðgurnar ekki sammála og fullyrða að Daníel Örn hafi vitað að hundarnir sem um ræddi hafi verið hreinræktaðir. Kæran hafi verið röng en málið haldið áfram. „Þá liggur það fyrir að allir hundarnir í þessu máli er 100000% hreinræktaðir hundar. Að mati móður væri gaman að formaður upplýsti um sín afrek hjá félaginu önnur en ráðast á eigin félaga með ófriði og illindum,“ segir í yfirlýsingu mæðgnanna. „Álit móður er að hún hafi mátt þola ótrúlegan hroka, yfirgang og dónaskap af hálfu jafningja sem kosnir voru til trúnaðarstarfa en meint vald hefur stigið þeim til höfuðs. Þessi málsmeðferð er þeim til ævarandi skammar og gerir þetta félag óaðlaðandi kost fyrir hundaeigendur,“ segir orðrétt í yfirlýsingunni. Tengd skjöl Daníel_Örn_Hinriksson_formaður_HRFÍ_telur_got_rangskráðDOCX26KBSækja skjal
Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Man ekki eftir svo alvarlegu broti Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir mál mæðgna sem var vísað úr félaginu það alvarlegasta sem komið hafi upp innan félagsins. Mæðgurnar sæta fimmtán ára brottvísun, meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. 30. janúar 2022 09:31 Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19 Deilum innan Hundaræktarfélagsins vísað frá héraðsdómi Máli tveggja ræktenda gegn Hundaræktarfélagi Íslands og fulltrúum siðanefndar félagsins var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Að mati héraðsdóms voru margar dómkrafna bæði óskýrar og vanreifaðar og ræktendunum því gert að greiða félaginu málskostnað. 24. janúar 2022 15:31 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Man ekki eftir svo alvarlegu broti Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir mál mæðgna sem var vísað úr félaginu það alvarlegasta sem komið hafi upp innan félagsins. Mæðgurnar sæta fimmtán ára brottvísun, meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. 30. janúar 2022 09:31
Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19
Deilum innan Hundaræktarfélagsins vísað frá héraðsdómi Máli tveggja ræktenda gegn Hundaræktarfélagi Íslands og fulltrúum siðanefndar félagsins var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Að mati héraðsdóms voru margar dómkrafna bæði óskýrar og vanreifaðar og ræktendunum því gert að greiða félaginu málskostnað. 24. janúar 2022 15:31