Eigi að vera tilbúin að aflétta fyrr ef við á Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2022 14:36 Ríkisstjórnin kynnti afléttingar sóttvarnaaðgerða í Safnahúsinu í dag. Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta sé varfærið og skiljanlegt fyrsta skref og við höfum svo fyrirsjáanleikann í því að geta afléttað hér öllu um miðjan mars ef allt gengur að óskum. Við höfum alltaf í huga að geta aflétt fyrr ef staðan þróast þannig, við verðum bara að meta þetta jöfnum höndum,“ Þetta segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um næstu skref í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Hann kynnti í dag að fimmtíu manns megi koma saman á miðnætti í stað tíu og eins metra nándarregla taki jafnframt gildi. Krár og skemmtistaðir mega opna að nýju og opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur til 23. Heimilt verður að halda sitjandi viðburði fyrir 500 manns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Takmarkanir í skólum verða að mestu óbreyttar. Aðspurður um hvort það hefði verið hægt að ganga lengra í þessu skrefi segir Willum að stjórnvöld hafi allan tímann í meginatriðum fylgt ráðum færustu sérfræðinga. Sóttvarnalæknir leggi til að aðgerðir verið teknar í þessum skrefum og taki þar mið af núverandi stöðu sem sé almennt viðkvæm þó hún sé betri í heilbrigðiskerfinu. Áhyggjuefni hversu margir starfsmenn eru í einangrun Heilbrigðisráðherra segir að áfram þurfi að gæta að jafnvægi og passa að heilbrigðiskerfið ráði við stöðuna. 208 starfsmenn Landspítalans eru nú með Covid-19 og fram hefur komið að skortur á starfsfólki sé ein helsta ástæðan fyrir því að spítalinn hefur verið á neyðarstigi í fimm vikur. Willum segir að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri stöðu en stjórnvöld hafi unnið þétt með stjórnendum spítalans, bæði hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga út af spítalanum á aðrar stofnanir. Sú vinna hafi gengið mjög vel og staðan fari nú batnandi. Mikill fjöldi starfsmanna hefur greinst með Covid-19. Vísir/Vilhelm „Við höfum uppfyllt mönnunargatið umfram þá sem vantar á gólfið og eru í einangrun en þetta er auðvitað viðkvæm staða og við munum halda áfram að styðja við spítalann með þessum hætti. Viðbótarvinnuframlagið mun ganga áfram og svo þurfum við að skoða þá samninga sem við höfum utan frá.“ Landspítalinn hefur að undanförnu sótt í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar og fengið til sín starfsfólk frá Klíníkinni, Lækningu og Orkuhúsinu. „Við munum bara vinna þetta áfram með spítalanum, það er þetta jafnvægi á milli samkomutakmarkana og að ráða við stöðuna víða, eins og á spítalanum, og þess vegna tökum við varfærið skref,“ segir Willum. Hann á von á því að spítalinn geti farið af neyðarstigi í næstu viku en segir það þó í höndum farsóttanefndar. Stóra breytingin sé að álag á gjörgæsluna hafi minnkað og minna sé um alvarleg veikindi þó sýkingar hafi komið upp meðal sjúklinga á öðrum deildum spítalans. Næstu breytingar eftir fjórar vikur Í nýjasta minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra miðar hann við að næsta skref í afléttingum verði tekið þann 24. febrúar, ef fram fer sem horfir. „Það verður náttúrulega áskorun fyrir okkur öll að gæta að þessu jafnvægi en ef allt gengur að óskum og þróunin verður áfram sú sama þá erum við auðvitað alltaf tilbúin, og eigum að vera það, til að aflétta fyrr.“ Hvaða breytingar verða þá gerðar 24. febrúar? „Ég held að við ættum ekki að einblína á 24. Nú tók ég bara þetta skref í minnisblaði til ríkisstjórnar, það er viðmið, en við verðum alltaf að meta aðstæður hverju sinni,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Þetta segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um næstu skref í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Hann kynnti í dag að fimmtíu manns megi koma saman á miðnætti í stað tíu og eins metra nándarregla taki jafnframt gildi. Krár og skemmtistaðir mega opna að nýju og opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur til 23. Heimilt verður að halda sitjandi viðburði fyrir 500 manns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Takmarkanir í skólum verða að mestu óbreyttar. Aðspurður um hvort það hefði verið hægt að ganga lengra í þessu skrefi segir Willum að stjórnvöld hafi allan tímann í meginatriðum fylgt ráðum færustu sérfræðinga. Sóttvarnalæknir leggi til að aðgerðir verið teknar í þessum skrefum og taki þar mið af núverandi stöðu sem sé almennt viðkvæm þó hún sé betri í heilbrigðiskerfinu. Áhyggjuefni hversu margir starfsmenn eru í einangrun Heilbrigðisráðherra segir að áfram þurfi að gæta að jafnvægi og passa að heilbrigðiskerfið ráði við stöðuna. 208 starfsmenn Landspítalans eru nú með Covid-19 og fram hefur komið að skortur á starfsfólki sé ein helsta ástæðan fyrir því að spítalinn hefur verið á neyðarstigi í fimm vikur. Willum segir að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri stöðu en stjórnvöld hafi unnið þétt með stjórnendum spítalans, bæði hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga út af spítalanum á aðrar stofnanir. Sú vinna hafi gengið mjög vel og staðan fari nú batnandi. Mikill fjöldi starfsmanna hefur greinst með Covid-19. Vísir/Vilhelm „Við höfum uppfyllt mönnunargatið umfram þá sem vantar á gólfið og eru í einangrun en þetta er auðvitað viðkvæm staða og við munum halda áfram að styðja við spítalann með þessum hætti. Viðbótarvinnuframlagið mun ganga áfram og svo þurfum við að skoða þá samninga sem við höfum utan frá.“ Landspítalinn hefur að undanförnu sótt í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar og fengið til sín starfsfólk frá Klíníkinni, Lækningu og Orkuhúsinu. „Við munum bara vinna þetta áfram með spítalanum, það er þetta jafnvægi á milli samkomutakmarkana og að ráða við stöðuna víða, eins og á spítalanum, og þess vegna tökum við varfærið skref,“ segir Willum. Hann á von á því að spítalinn geti farið af neyðarstigi í næstu viku en segir það þó í höndum farsóttanefndar. Stóra breytingin sé að álag á gjörgæsluna hafi minnkað og minna sé um alvarleg veikindi þó sýkingar hafi komið upp meðal sjúklinga á öðrum deildum spítalans. Næstu breytingar eftir fjórar vikur Í nýjasta minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra miðar hann við að næsta skref í afléttingum verði tekið þann 24. febrúar, ef fram fer sem horfir. „Það verður náttúrulega áskorun fyrir okkur öll að gæta að þessu jafnvægi en ef allt gengur að óskum og þróunin verður áfram sú sama þá erum við auðvitað alltaf tilbúin, og eigum að vera það, til að aflétta fyrr.“ Hvaða breytingar verða þá gerðar 24. febrúar? „Ég held að við ættum ekki að einblína á 24. Nú tók ég bara þetta skref í minnisblaði til ríkisstjórnar, það er viðmið, en við verðum alltaf að meta aðstæður hverju sinni,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vonar að útbreidd smit veiti góða vörn fyrir nýjum afbrigðum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að öllum sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi innanlands verði búið að aflétta um miðjan marsmánuð. Hann segir að mikilvægt sé að taka smá skref í afléttingum svo ekki komi of stórt bakslag. 28. janúar 2022 13:20 Fimmtíu mega koma saman á miðnætti og stefna á að aflétta öllu í mars Fimmtíu mega koma saman á miðnætti og eins metra nándarregla tekur jafnframt gildi. Krár og skemmtistaðir mega opna að nýju og opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur til 23. 28. janúar 2022 11:38 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Vonar að útbreidd smit veiti góða vörn fyrir nýjum afbrigðum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að öllum sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi innanlands verði búið að aflétta um miðjan marsmánuð. Hann segir að mikilvægt sé að taka smá skref í afléttingum svo ekki komi of stórt bakslag. 28. janúar 2022 13:20
Fimmtíu mega koma saman á miðnætti og stefna á að aflétta öllu í mars Fimmtíu mega koma saman á miðnætti og eins metra nándarregla tekur jafnframt gildi. Krár og skemmtistaðir mega opna að nýju og opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur til 23. 28. janúar 2022 11:38