Ber engin skylda til að upplýsa um einstaka smit í bekkjum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2022 11:32 Helgi Grímsson, er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Vísir/Egill Skólastjórnendum ber engin skylda til að upplýsa forráðamenn barna um hvort að Covid-19 smit hafi komið upp í viðkomandi bekk eða árgangi. Í Reykjavík er mælst til þess að uppýsingagjöf skólastjórnenda sé áþekk því sem þekkist þegar flensa, lús eða njálgur gengur yfir. Miklar breytingar urðu á miðvikudaginn þegar slakað var á reglum um sóttkví. Það fól meðal annars í sér það að smitrakningu sem skólastjórnendur sinntu þegar nemendur greindust með Covid-19 var hætt. Vilja viðhalda upplýsingagjöfinni en ekki greina frá hverju einasta smiti Fyrir breytinguna var það yfirleitt þannig að þegar smit kom upp í skólastarfi voru foreldrar eða forráðamenn barna upplýstir um slíkt. Nú hefur orðið breyting á hlutverki skólastjórnenda. „Okkar leiðsögn til skólastjórnenda verður þannig að ef þeir eru ennþá að fá upplýsingar um smit í bekk eða árgangi, ef það eru komin einhver tvö, þrjú, fjögur smit, að þeir geti þá sagt að það sé ennþá að greinast smit í viðkomandi árgangi og hvetja foreldra til að fara varlega og fylgjast vel með einkennum barnanna,“ segir Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. Upplýsingagjöfin hefur í raun snúist við.Vísir/Vilhelm Eftir að slakað var á reglum um sóttkví er það orðið svo að stjórnendur skóla fá ekki upplýsingar frá Almannavörnum þegar nemandi viðkomandi skóla greinist. Nú eru það einungis foreldrar eða forráðamenn sem tilkynna skólanum um að barnið eða börnin þeirra greinist með Covid-19. Upplýsingagjöfin hefur því í raun snúist við. „Þeim ber heldur ekki skylda til að tilkynna. Þetta er bara eins og með önnur veikindi. Þau geta tilkynnt að barn sé veikt án þess að vera að gefa upp ástæður veikinda,“ segir Helgi. Því er hlutverk skólastjórnenda í raun orðið það sama og það var fyrir heimsfaraldurinn, að láta foreldra vita ef einhvers konar veikindu eru að ganga. „Það er í raun ákveðin hvatning og samstaða en ekki skylda, hvorki foreldra né stjórnenda, til að upplýsa. Við erum von að taka á alls konar hlutum eins og flensu, njálg og lús og það er í þannig aðstæðum að ef menn sjá að það er eitthvað í gangi þá upplýsa menn en við viljum ekki að það sé verið að senda póst eftir hvert mögulegt smit,“ segir Helgi. Gengið vel þrátt fyrir að breytingarnar hafi borið brátt að Í aðdraganda breytinganna á sóttkvíarreglum var greint frá því að kennarar væru nokkuð uggandi yfir þeim, þar sem skyndilega var bundinn endi á sóttkví fjölda nemenda. Helgi segir þó að skólastarfið hafi gengið vel síðustu tvo daga. „Heilt yfir séð gekk þetta mjög vel. Börnin komu glöð í skólann, einstaka starfsmenn voru óöruggir og það er eðlilegt. Þá bara þarf að tala sig í gegnum svona breytingar,“ segir Helgi. Hann var einmitt nýbúinn að fá svör frá skólastjórnendum í Reykjavík hvernig hefði gengið á miðvikudag og fimmtudag þegar Vísir náði tali af honum. „Ég held að þetta hafi farið betur en ég kannski þorði að vona að því að þetta kom svo bratt og án undirbúnings. Eins og stjórnendur töluðu um í gær þá er bara staðan góð.“ Vonar að afléttingin verði tekin í þrepum hvað varðar skólana Ríkisstjórn mun kynna aðgerðaráætlun sína í átt að afléttingu sóttvarnaraðgerða á eftir. Helgi segir að hann vonist til þess að hún verði stigin í varfærnum skrefum. „Ég hefði viljað gjarnan viljað að það verði farið hægt í breytingar á skólastarfi, að við héldum áfram takmörkunum út af því hvað þetta er mikil breyting varðandi sóttkví.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Miklar breytingar urðu á miðvikudaginn þegar slakað var á reglum um sóttkví. Það fól meðal annars í sér það að smitrakningu sem skólastjórnendur sinntu þegar nemendur greindust með Covid-19 var hætt. Vilja viðhalda upplýsingagjöfinni en ekki greina frá hverju einasta smiti Fyrir breytinguna var það yfirleitt þannig að þegar smit kom upp í skólastarfi voru foreldrar eða forráðamenn barna upplýstir um slíkt. Nú hefur orðið breyting á hlutverki skólastjórnenda. „Okkar leiðsögn til skólastjórnenda verður þannig að ef þeir eru ennþá að fá upplýsingar um smit í bekk eða árgangi, ef það eru komin einhver tvö, þrjú, fjögur smit, að þeir geti þá sagt að það sé ennþá að greinast smit í viðkomandi árgangi og hvetja foreldra til að fara varlega og fylgjast vel með einkennum barnanna,“ segir Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. Upplýsingagjöfin hefur í raun snúist við.Vísir/Vilhelm Eftir að slakað var á reglum um sóttkví er það orðið svo að stjórnendur skóla fá ekki upplýsingar frá Almannavörnum þegar nemandi viðkomandi skóla greinist. Nú eru það einungis foreldrar eða forráðamenn sem tilkynna skólanum um að barnið eða börnin þeirra greinist með Covid-19. Upplýsingagjöfin hefur því í raun snúist við. „Þeim ber heldur ekki skylda til að tilkynna. Þetta er bara eins og með önnur veikindi. Þau geta tilkynnt að barn sé veikt án þess að vera að gefa upp ástæður veikinda,“ segir Helgi. Því er hlutverk skólastjórnenda í raun orðið það sama og það var fyrir heimsfaraldurinn, að láta foreldra vita ef einhvers konar veikindu eru að ganga. „Það er í raun ákveðin hvatning og samstaða en ekki skylda, hvorki foreldra né stjórnenda, til að upplýsa. Við erum von að taka á alls konar hlutum eins og flensu, njálg og lús og það er í þannig aðstæðum að ef menn sjá að það er eitthvað í gangi þá upplýsa menn en við viljum ekki að það sé verið að senda póst eftir hvert mögulegt smit,“ segir Helgi. Gengið vel þrátt fyrir að breytingarnar hafi borið brátt að Í aðdraganda breytinganna á sóttkvíarreglum var greint frá því að kennarar væru nokkuð uggandi yfir þeim, þar sem skyndilega var bundinn endi á sóttkví fjölda nemenda. Helgi segir þó að skólastarfið hafi gengið vel síðustu tvo daga. „Heilt yfir séð gekk þetta mjög vel. Börnin komu glöð í skólann, einstaka starfsmenn voru óöruggir og það er eðlilegt. Þá bara þarf að tala sig í gegnum svona breytingar,“ segir Helgi. Hann var einmitt nýbúinn að fá svör frá skólastjórnendum í Reykjavík hvernig hefði gengið á miðvikudag og fimmtudag þegar Vísir náði tali af honum. „Ég held að þetta hafi farið betur en ég kannski þorði að vona að því að þetta kom svo bratt og án undirbúnings. Eins og stjórnendur töluðu um í gær þá er bara staðan góð.“ Vonar að afléttingin verði tekin í þrepum hvað varðar skólana Ríkisstjórn mun kynna aðgerðaráætlun sína í átt að afléttingu sóttvarnaraðgerða á eftir. Helgi segir að hann vonist til þess að hún verði stigin í varfærnum skrefum. „Ég hefði viljað gjarnan viljað að það verði farið hægt í breytingar á skólastarfi, að við héldum áfram takmörkunum út af því hvað þetta er mikil breyting varðandi sóttkví.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira