Erlent

Slaka á takmörkunum í Hollandi þrátt fyrir fjölda smitaðra

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, tilkynnti um breytingarnar á blaðamannafundi í dag. 
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, tilkynnti um breytingarnar á blaðamannafundi í dag.  EPA/Bart Maat

Yfirvöld í Hollandi hafa ákveðið að slaka á samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins þar í landi frá og með morgundeginum þrátt fyrir að enn sé mikill fjöldi að greinast þar í landi með veiruna.

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, tilkynnti um ákvörðunina á blaðamannafundi í dag og viðurkenndi að það væri ákveðin áhætta fólgin í því að aflétta á meðan um 60 þúsund eru að greinast daglega.

Hollendingar hafa þó verið með einna hörðustu takmarkanir í Evrópu og sagði Rutte mikilvægt að bregðast við ákalli almennings en samstaða almennings um sóttvarnaraðgerðir í Hollandi virðist hafa dvínað töluvert á síðustu vikum.

Frá og með morgundeginum mega veitingastaðir, krár og kaffihús opna á nýjan leik og hafa opið til 22 á kvöldin en allir sem sækja slíka staði þurfa að sýna fram á bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrri sýkingu. Skemmtistaðir verða þó áfram lokaðir. Á íþrótta- og menningarviðburðum mega að hámarki 1250 koma saman

Þá verður einnig slakað á sóttkví innan skólakkerfisins en með breytingunum þurfa aðeins börn sem eru með einkenni eða eru í einangrun vegna smits að vera heima. Um er að ræða sambærilegar breytingar og gripið var til á Íslandi í morgun.

Reglurnar verða í gildi næstu sex vikurnar.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×