Balotelli, sem er 31 árs, hefur ekki náð þeim hæðum sem búist var við á árum áður.
Eftir að hafa skorað mörk fyrir Inter, Manchester City og AC Milan, en átt afar erfitt uppdráttar hjá Liverpool, hefur hann leikið fyrir smærri félög í Frakklandi og Ítalíu en er nú leikmaður Adana Demirspor í Tyrklandi. Þar leikur Balotelli með Birki Bjarnasyni og hefur skorað 8 mörk í 18 deildarleikjum.
Birkir og Balotelli léku einnig saman hjá Brescia á Ítalíu, fyrri hluta ársins 2020.
Balotelli lék síðast fyrir ítalska landsliðið í september 2018 en er nú í 35 manna leikmannahópi sem kemur saman í þriggja daga æfingabúðir á morgun.
#Nazionale
— Nazionale Italiana (@Azzurri) January 24, 2022
Il Ct #Mancini convoca 35 #Azzurri per lo stage in programma dal 26 al 28 gennaio a #Coverciano
I dettagli https://t.co/vD9kBSC5vT#VivoAzzurro pic.twitter.com/T3DbIK0PUi
Æfingarnar eru síðasta tækifæri Roberto Mancini til að undirbúa sína menn áður en Ítalía mætir Norður-Makedóníu 24. mars í undanúrslitum umspils um sæti á HM. Ítalía þarf að vinna þann leik, og svo sigurliðið úr leik Portúgals og Tyrklands 29. mars, til að komast á HM.
Balotelli hefur áður leikið undir stjórn Mancinis, hjá Inter og Manchester City.