Bólusetningarvottorð grunnbólusettra aðeins tekin gild í níu mánuði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. janúar 2022 17:29 Þeir sem hafa fengið þriðju sprautuna, eða aðra sprautu eftir Janssen, fá bólusetningarvottorð sem er ótímabundið. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur um bólusetningarvottorð taka gildi eftir rúma viku en þá verða bólusetningarvottorð grunnbólusettra aðeins tekin gild í um níu mánuði frá seinni skammti. Þeir sem hafa fengið örvunarskammt fá ótímabundið bólusetningarvottorð. Frá og með 1. febrúar næstkomandi verða bólusetningarvottorð vegna grunnbólusetningar aðeins tekin gild í 270 daga, eða um níu mánuði, frá því að grunnbólusetningu lauk. Á það við um einstaklinga sem hafa fengið eina sprautu af Janssen eða tvær sprautur af öðrum bóluefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins en um er að ræða ákvörðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Fram að þessu hefur ekki verið gerð krafa um gildistíma bólusetningarvottorða á landamærum Íslands og annarra landa innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Miðað er við tímann frá þeim degi sem seinni skammtur grunnbólusetningarinnar var gefinn. „Þetta þýðir að bólusetningarvottorð þess einstaklings sem lauk grunnbólusetningu 15. júní 2021 fellur úr gildi 12. mars næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. Hafi fólk fengið þriðju sprautuna eða örvunarskammt eftir bólusetningu með bóluefni Janssen á gildistíminn ekki lengur við og gilda þau bólusetningarvottorð ótímabundið á landamærum innan EES. Landlæknir greindi sömuleiðis frá því í síðustu viku að frá og með mánaðamótum verði útgáfu bólusetningarvottorða fyrir þá sem hafa fengið staka bólusetningu með bóluefni Janssen hætt. Er það gert á þeim grundvelli að ein bólusetning með efninu teljist ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Evrópusambandið Tengdar fréttir Fyrri hugmyndir um Janssen löngu úreltar Allar hugmyndir um góða virkni eins skammts af bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni úreltust um leið og ný afbrigði veirunnar, delta og ómíkron, tóku yfir. Gegn þeim virkar Janssen alveg eins og hin bóluefnin; einn skammtur af Janssen verndar mun minna en tveir skammtar af öðrum efnum og því ákvað heilbrigðisráðuneytið að líta það sömu augum og hin bóluefnin þegar það breytti reglum um sóttkví þríbólusettra. 15. janúar 2022 08:52 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Frá og með 1. febrúar næstkomandi verða bólusetningarvottorð vegna grunnbólusetningar aðeins tekin gild í 270 daga, eða um níu mánuði, frá því að grunnbólusetningu lauk. Á það við um einstaklinga sem hafa fengið eina sprautu af Janssen eða tvær sprautur af öðrum bóluefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins en um er að ræða ákvörðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Fram að þessu hefur ekki verið gerð krafa um gildistíma bólusetningarvottorða á landamærum Íslands og annarra landa innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Miðað er við tímann frá þeim degi sem seinni skammtur grunnbólusetningarinnar var gefinn. „Þetta þýðir að bólusetningarvottorð þess einstaklings sem lauk grunnbólusetningu 15. júní 2021 fellur úr gildi 12. mars næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. Hafi fólk fengið þriðju sprautuna eða örvunarskammt eftir bólusetningu með bóluefni Janssen á gildistíminn ekki lengur við og gilda þau bólusetningarvottorð ótímabundið á landamærum innan EES. Landlæknir greindi sömuleiðis frá því í síðustu viku að frá og með mánaðamótum verði útgáfu bólusetningarvottorða fyrir þá sem hafa fengið staka bólusetningu með bóluefni Janssen hætt. Er það gert á þeim grundvelli að ein bólusetning með efninu teljist ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Evrópusambandið Tengdar fréttir Fyrri hugmyndir um Janssen löngu úreltar Allar hugmyndir um góða virkni eins skammts af bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni úreltust um leið og ný afbrigði veirunnar, delta og ómíkron, tóku yfir. Gegn þeim virkar Janssen alveg eins og hin bóluefnin; einn skammtur af Janssen verndar mun minna en tveir skammtar af öðrum efnum og því ákvað heilbrigðisráðuneytið að líta það sömu augum og hin bóluefnin þegar það breytti reglum um sóttkví þríbólusettra. 15. janúar 2022 08:52 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Fyrri hugmyndir um Janssen löngu úreltar Allar hugmyndir um góða virkni eins skammts af bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni úreltust um leið og ný afbrigði veirunnar, delta og ómíkron, tóku yfir. Gegn þeim virkar Janssen alveg eins og hin bóluefnin; einn skammtur af Janssen verndar mun minna en tveir skammtar af öðrum efnum og því ákvað heilbrigðisráðuneytið að líta það sömu augum og hin bóluefnin þegar það breytti reglum um sóttkví þríbólusettra. 15. janúar 2022 08:52