Fótbolti

Þórir fékk hálftíma á meðan Davíð var ekki í hóp

Atli Arason skrifar
Þórir Jóhann Helgason 
Þórir Jóhann Helgason  Vísir/Jónína Guðbjörg

Þórir Jóhann Helgason lék rúman hálftíma í 2-1 sigri Lecce á Cremonese í ítölsku B deildinni í dag. Davíð Snær Jóhansson spilaði ekki.

Lecce komst yfir á 14. mínútu með marki frá Antonio Gallo en strax í næstu sókn gestanna, eða á 15. mínútu, tekst þeim að jafna og það var Daniel Ciofani sem sá um það.

Þórir Jóhann kemur inn á leikvöllinn á 66. mínútu og sigurmark Lecce kemur í uppbótatíma á 91. mínútu en það er sjálfsmark Caleb Okoli.

Keflvíkingurinn Davíð Snær Jóhannsson, sem gekk í raðir Lecce á dögunum, var ekki í leikmannahóp liðsins í kvöld.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.