Fótbolti

Þriðji sigur Dortmund í röð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Erling Haaland skoraði fyrsta mark Dortmund í dag.
Erling Haaland skoraði fyrsta mark Dortmund í dag. Getty/Mareen Meyer

Borussia Dortmund vann sinn þriðja deildarleik í röð er liðið heimsótti Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur urðu 3-2 og Dortmund er nú aðeins þremur stigum á eftir toppliði Bayern München.

Erling Braut Haaland kom Dortmund yfir strax á sjöttu mínútu leiksins, en Andrej Kramaric sá til þess að staðan var jöfn í hléi með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Marco Reus kom gestunum yfir á nýjan leik á 58. mínútu eftir stoðsendingu frá Donyell Malen, en sá síðarnefndi lagði einnig upp fyrra mark liðsins.

David Raum varð svo fyrir því óhappi að setja boltann í sitt eigið net nokkrum mínútum síðar og staðan því orðin 3-1, Dortmund í vil.

Heimamenn klóruðu í bakkann á 77. mínútu með marki frá Georginio Rutter, en nær komust þeir ekki og niðurstaðan því 3-2 sigur Dortmund.

Dortmund situr í öðru sæti þýsku deildarinnar með 43 stig eftir 20 leiki, þremur stigum á eftir Bayern München sem hefur þó leikið einum leik minna. Hoffenheim situr hins vegar í sjötta sæti deildarinnar með 31 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.