Kæmi Kára ekki á óvart ef innan skamms yrði hætt að beita einangrun og sóttkví Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. janúar 2022 13:35 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Einar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að það muni ekki sér á óvart ef að innan skamms verði hætt að beita sóttkví og einangrun til að hemja kórónuveirufaraldurinn. Ómíkronafbrigðið valdi annars konar sjúkdómi en önnur afbrigði veirunnar. Þetta kom fram í máli Kára í Vikulokunum á Rás 1 í dag. Þar hófst umræðan um smitvarnir á EM í handbolta sem nú fer fram í Ungverjalandi. Þar hefur veiran leikið mörg lið grátt, þar á meðal hið íslenska. Kári kom reyndar mótshöldurum í Ungverjalandi til varnar, illmögulegt væri að verjast smitnæmi ómíkronafbrigðisins. Talið barst að þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem hafa þurft að fylgjast með landsliðinu úr hótelherberginu, eftir að þeir greindust með veiruna. Sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að þeir væru allir fullfrískir. Sagði Kári þá að það hafi vel mátt vera að þeir hefðu getað spilað. „Omíkron veldur ekki Covid-19, það veldur annars konar sjúkdómi,“ sagði Kári ástæðuna vera fyrir því. Sér fyrir sér að einangrun og sóttkví leggist af Sigríður Dögg Auðunsdóttir, stjórnandi þáttarins, greip þessa staðhæfingu á lofti og spurði þá Kára hvort að það þýddi að stjórnvöld hér á landi væri á villigötum með því að hafa sett á strangar samkomutakmarkanir. Kári kvað þó svo ekki vera, deltaafbrigðið væri enn að leika lausum hala hér. „Nei, við erum ekki á neinum villigötum. Við höfum verið að greina um fimmtíu manns á dag með deltaafbrigðið. Þó svo að ómíkronafbrigðið sé ráðandi í dag hjá okkur, sé svona 90-95 prósent af þeim sen sýkjast þá erum við að greina yfir þúsund á dag og af þeim eru í kringum fimmtíu með deltaafrigðið sem er mjög illvígt. Ég held að við höfum verið að feta svona milliveg sem er nokkuð skynsamur,“ sagði Kári. Sagðist Kári þó telja að ástæða væri til að endurskoða aðgerðir stjórnvalda til að hemja veiruna. „Ég held að við höfum verið mjög heppin með það hvernig við höfum höndlað þetta fram til dagsins í dag en þetta er að breytast og gögnin sýna okkur að við höfum fulla ástæðu til þess að endurskipuleggja þetta. Ég yrði ekkert hissa á því að innan skamms tíma þá yrði hætt að nota sóttkví og einangrun, eða að minnsta kosti nota það mjög lítið,“ sagði Kári. Engin einföld lausn þó til Velti hann því upp hvort að smitrakning ætti bara að vera framkvæmd á þeim sem greinast með deltaafbrigðið, en hann bætti þó við að það væri ekki svo einfalt. „Það má til dæmis gera sér í hugarlund að það væri skynsamlegt að vera með smitrakningu hjá öllum sem smitast með delta en ekki öðrum afbrigðum en þá ferðu að lenda í vandræðum hversu marga ætlarðu að skima, ætlarðu að skima áfram fimm þúsund manns á dag, tíu þúsund manns á dag? Eða ef þú færir niður í að skima segjum tíu sinnum minna og fara niður í fimm hundruð til þúsund, þá missurðu að flestum deltaafrigðunum sem koma. Þannig að þetta er flókið. Það er engin einföld lausn,“ sagði Kári. Aðspurður um hvort að hann hefði einhverjar ráðleggingar til kollega síns, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sagði Kári svo ekki vera. „Ég er svo heppinn að ég er ekki sóttvarnalæknir þess vegna þarf ég ekki að gefa ráðleggingar sem sóttvarnalæknir og þess vegna ætla ég ekki að gera það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Þetta kom fram í máli Kára í Vikulokunum á Rás 1 í dag. Þar hófst umræðan um smitvarnir á EM í handbolta sem nú fer fram í Ungverjalandi. Þar hefur veiran leikið mörg lið grátt, þar á meðal hið íslenska. Kári kom reyndar mótshöldurum í Ungverjalandi til varnar, illmögulegt væri að verjast smitnæmi ómíkronafbrigðisins. Talið barst að þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem hafa þurft að fylgjast með landsliðinu úr hótelherberginu, eftir að þeir greindust með veiruna. Sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að þeir væru allir fullfrískir. Sagði Kári þá að það hafi vel mátt vera að þeir hefðu getað spilað. „Omíkron veldur ekki Covid-19, það veldur annars konar sjúkdómi,“ sagði Kári ástæðuna vera fyrir því. Sér fyrir sér að einangrun og sóttkví leggist af Sigríður Dögg Auðunsdóttir, stjórnandi þáttarins, greip þessa staðhæfingu á lofti og spurði þá Kára hvort að það þýddi að stjórnvöld hér á landi væri á villigötum með því að hafa sett á strangar samkomutakmarkanir. Kári kvað þó svo ekki vera, deltaafbrigðið væri enn að leika lausum hala hér. „Nei, við erum ekki á neinum villigötum. Við höfum verið að greina um fimmtíu manns á dag með deltaafbrigðið. Þó svo að ómíkronafbrigðið sé ráðandi í dag hjá okkur, sé svona 90-95 prósent af þeim sen sýkjast þá erum við að greina yfir þúsund á dag og af þeim eru í kringum fimmtíu með deltaafrigðið sem er mjög illvígt. Ég held að við höfum verið að feta svona milliveg sem er nokkuð skynsamur,“ sagði Kári. Sagðist Kári þó telja að ástæða væri til að endurskoða aðgerðir stjórnvalda til að hemja veiruna. „Ég held að við höfum verið mjög heppin með það hvernig við höfum höndlað þetta fram til dagsins í dag en þetta er að breytast og gögnin sýna okkur að við höfum fulla ástæðu til þess að endurskipuleggja þetta. Ég yrði ekkert hissa á því að innan skamms tíma þá yrði hætt að nota sóttkví og einangrun, eða að minnsta kosti nota það mjög lítið,“ sagði Kári. Engin einföld lausn þó til Velti hann því upp hvort að smitrakning ætti bara að vera framkvæmd á þeim sem greinast með deltaafbrigðið, en hann bætti þó við að það væri ekki svo einfalt. „Það má til dæmis gera sér í hugarlund að það væri skynsamlegt að vera með smitrakningu hjá öllum sem smitast með delta en ekki öðrum afbrigðum en þá ferðu að lenda í vandræðum hversu marga ætlarðu að skima, ætlarðu að skima áfram fimm þúsund manns á dag, tíu þúsund manns á dag? Eða ef þú færir niður í að skima segjum tíu sinnum minna og fara niður í fimm hundruð til þúsund, þá missurðu að flestum deltaafrigðunum sem koma. Þannig að þetta er flókið. Það er engin einföld lausn,“ sagði Kári. Aðspurður um hvort að hann hefði einhverjar ráðleggingar til kollega síns, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sagði Kári svo ekki vera. „Ég er svo heppinn að ég er ekki sóttvarnalæknir þess vegna þarf ég ekki að gefa ráðleggingar sem sóttvarnalæknir og þess vegna ætla ég ekki að gera það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira