Kæmi Kára ekki á óvart ef innan skamms yrði hætt að beita einangrun og sóttkví Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. janúar 2022 13:35 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Einar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að það muni ekki sér á óvart ef að innan skamms verði hætt að beita sóttkví og einangrun til að hemja kórónuveirufaraldurinn. Ómíkronafbrigðið valdi annars konar sjúkdómi en önnur afbrigði veirunnar. Þetta kom fram í máli Kára í Vikulokunum á Rás 1 í dag. Þar hófst umræðan um smitvarnir á EM í handbolta sem nú fer fram í Ungverjalandi. Þar hefur veiran leikið mörg lið grátt, þar á meðal hið íslenska. Kári kom reyndar mótshöldurum í Ungverjalandi til varnar, illmögulegt væri að verjast smitnæmi ómíkronafbrigðisins. Talið barst að þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem hafa þurft að fylgjast með landsliðinu úr hótelherberginu, eftir að þeir greindust með veiruna. Sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að þeir væru allir fullfrískir. Sagði Kári þá að það hafi vel mátt vera að þeir hefðu getað spilað. „Omíkron veldur ekki Covid-19, það veldur annars konar sjúkdómi,“ sagði Kári ástæðuna vera fyrir því. Sér fyrir sér að einangrun og sóttkví leggist af Sigríður Dögg Auðunsdóttir, stjórnandi þáttarins, greip þessa staðhæfingu á lofti og spurði þá Kára hvort að það þýddi að stjórnvöld hér á landi væri á villigötum með því að hafa sett á strangar samkomutakmarkanir. Kári kvað þó svo ekki vera, deltaafbrigðið væri enn að leika lausum hala hér. „Nei, við erum ekki á neinum villigötum. Við höfum verið að greina um fimmtíu manns á dag með deltaafbrigðið. Þó svo að ómíkronafbrigðið sé ráðandi í dag hjá okkur, sé svona 90-95 prósent af þeim sen sýkjast þá erum við að greina yfir þúsund á dag og af þeim eru í kringum fimmtíu með deltaafrigðið sem er mjög illvígt. Ég held að við höfum verið að feta svona milliveg sem er nokkuð skynsamur,“ sagði Kári. Sagðist Kári þó telja að ástæða væri til að endurskoða aðgerðir stjórnvalda til að hemja veiruna. „Ég held að við höfum verið mjög heppin með það hvernig við höfum höndlað þetta fram til dagsins í dag en þetta er að breytast og gögnin sýna okkur að við höfum fulla ástæðu til þess að endurskipuleggja þetta. Ég yrði ekkert hissa á því að innan skamms tíma þá yrði hætt að nota sóttkví og einangrun, eða að minnsta kosti nota það mjög lítið,“ sagði Kári. Engin einföld lausn þó til Velti hann því upp hvort að smitrakning ætti bara að vera framkvæmd á þeim sem greinast með deltaafbrigðið, en hann bætti þó við að það væri ekki svo einfalt. „Það má til dæmis gera sér í hugarlund að það væri skynsamlegt að vera með smitrakningu hjá öllum sem smitast með delta en ekki öðrum afbrigðum en þá ferðu að lenda í vandræðum hversu marga ætlarðu að skima, ætlarðu að skima áfram fimm þúsund manns á dag, tíu þúsund manns á dag? Eða ef þú færir niður í að skima segjum tíu sinnum minna og fara niður í fimm hundruð til þúsund, þá missurðu að flestum deltaafrigðunum sem koma. Þannig að þetta er flókið. Það er engin einföld lausn,“ sagði Kári. Aðspurður um hvort að hann hefði einhverjar ráðleggingar til kollega síns, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sagði Kári svo ekki vera. „Ég er svo heppinn að ég er ekki sóttvarnalæknir þess vegna þarf ég ekki að gefa ráðleggingar sem sóttvarnalæknir og þess vegna ætla ég ekki að gera það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Þetta kom fram í máli Kára í Vikulokunum á Rás 1 í dag. Þar hófst umræðan um smitvarnir á EM í handbolta sem nú fer fram í Ungverjalandi. Þar hefur veiran leikið mörg lið grátt, þar á meðal hið íslenska. Kári kom reyndar mótshöldurum í Ungverjalandi til varnar, illmögulegt væri að verjast smitnæmi ómíkronafbrigðisins. Talið barst að þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem hafa þurft að fylgjast með landsliðinu úr hótelherberginu, eftir að þeir greindust með veiruna. Sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að þeir væru allir fullfrískir. Sagði Kári þá að það hafi vel mátt vera að þeir hefðu getað spilað. „Omíkron veldur ekki Covid-19, það veldur annars konar sjúkdómi,“ sagði Kári ástæðuna vera fyrir því. Sér fyrir sér að einangrun og sóttkví leggist af Sigríður Dögg Auðunsdóttir, stjórnandi þáttarins, greip þessa staðhæfingu á lofti og spurði þá Kára hvort að það þýddi að stjórnvöld hér á landi væri á villigötum með því að hafa sett á strangar samkomutakmarkanir. Kári kvað þó svo ekki vera, deltaafbrigðið væri enn að leika lausum hala hér. „Nei, við erum ekki á neinum villigötum. Við höfum verið að greina um fimmtíu manns á dag með deltaafbrigðið. Þó svo að ómíkronafbrigðið sé ráðandi í dag hjá okkur, sé svona 90-95 prósent af þeim sen sýkjast þá erum við að greina yfir þúsund á dag og af þeim eru í kringum fimmtíu með deltaafrigðið sem er mjög illvígt. Ég held að við höfum verið að feta svona milliveg sem er nokkuð skynsamur,“ sagði Kári. Sagðist Kári þó telja að ástæða væri til að endurskoða aðgerðir stjórnvalda til að hemja veiruna. „Ég held að við höfum verið mjög heppin með það hvernig við höfum höndlað þetta fram til dagsins í dag en þetta er að breytast og gögnin sýna okkur að við höfum fulla ástæðu til þess að endurskipuleggja þetta. Ég yrði ekkert hissa á því að innan skamms tíma þá yrði hætt að nota sóttkví og einangrun, eða að minnsta kosti nota það mjög lítið,“ sagði Kári. Engin einföld lausn þó til Velti hann því upp hvort að smitrakning ætti bara að vera framkvæmd á þeim sem greinast með deltaafbrigðið, en hann bætti þó við að það væri ekki svo einfalt. „Það má til dæmis gera sér í hugarlund að það væri skynsamlegt að vera með smitrakningu hjá öllum sem smitast með delta en ekki öðrum afbrigðum en þá ferðu að lenda í vandræðum hversu marga ætlarðu að skima, ætlarðu að skima áfram fimm þúsund manns á dag, tíu þúsund manns á dag? Eða ef þú færir niður í að skima segjum tíu sinnum minna og fara niður í fimm hundruð til þúsund, þá missurðu að flestum deltaafrigðunum sem koma. Þannig að þetta er flókið. Það er engin einföld lausn,“ sagði Kári. Aðspurður um hvort að hann hefði einhverjar ráðleggingar til kollega síns, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sagði Kári svo ekki vera. „Ég er svo heppinn að ég er ekki sóttvarnalæknir þess vegna þarf ég ekki að gefa ráðleggingar sem sóttvarnalæknir og þess vegna ætla ég ekki að gera það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira