Markalaust jafntefli í uppgjöri ítölsku risanna

Atli Arason skrifar
Zlatan náði bara 28 mínútum í kvöld.
Zlatan náði bara 28 mínútum í kvöld. Getty

Stórliðin Juventus og AC Milan gerðu markalaust jafntefli í því sem átti að vera leikur umferðinnar í ítölsku Serie A deildinni í kvöld.

Leikurinn stóð ekki undir væntingum og var heilt yfir frekar bragðdaufur. Mike Maignan, markvörður Milan, hafði ekki mikið að gera en Juventus átti ekki eitt einasta skot á mark Milan. Er þetta í fyrsta skipti í áratug sem Juventus nær ekki skoti á markramman í uppgjöri þessara liða.

Milan fékk einhver marktækifæri á hinum enda vallarins án þess að ná að nýta eitthvað af þeim en Zlatan Ibrahimovic spilaði ekki mikið þar sem hann varð að fara meiddur af leikvelli á 28. mínútu leiksins.

Jafnteflið þýðir að Juventus er enn þá í fimmta sæti deildarinnar með 42 stig, einu stigi á eftir Atalanta sem á þó leik til góða. Napoli stekkur fyrir ofan Milan í annað sætið á markatölu, en bæði lið eru með 49 stig í öðru og þriðja sæti. Inter er áfram á topp deildarinnar með 53 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.