Enski boltinn

Sagði Alexander-Arnold stórkostlegan og líkti honum við Beckham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Trent Alexander-Arnold lagði bæði mörk Liverpool gegn Arsenal upp fyrir Diogo Jota.
Trent Alexander-Arnold lagði bæði mörk Liverpool gegn Arsenal upp fyrir Diogo Jota. getty/Mike Hewitt

Paul Merson, sparkspekingur á Sky Sports, jós Trent Alexander-Arnold lofi eftir 0-2 sigur Liverpool á Arsenal og líkti honum við David Beckham.

Liverpool tryggði sér sæti í úrslitum deildabikarsins með sigrinum á Emirates í gær. Diogo Jota skoraði bæði mörk Rauða hersins eftir sendingar frá Alexander-Arnold. Þrátt fyrir að janúar sé ekki liðinn hefur Alexander-Arnold gefið fimmtán stoðsendingar á tímabilinu.

„Hann var stórkostlegur. Fólk talar um að hann geti ekki varist en af hverju þarftu að verjast ef þú ert svona góður fram á við? Að vera með þessa tölfræði er ótrúlegt, algjörlega ótrúlegt,“ sagði Merson eftir leikinn.

Hann var sérstaklega hrifinn af sendingu Alexander-Arnolds í seinna marki Jotas og sagði að bakvörðurinn hefði þá minnt sig á Beckham.

„Þessi sending var David Beckham. Ef þú hefðir bara horft á fæturna á honum og ekkert annað hefðirðu haldið að þetta væri Beckham.“

Liverpool mætir Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins sunnudaginn 27. febrúar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.