Fílabeinsströndin sló Afríkumeistarana úr leik | Kwame Quee sá rautt í tapi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2022 18:05 Nicolas Pepe skoraði þriðja mark Fílabeinsstrandarinnar í öruggum sigri gegn ríkjandi Afríkumeisturum. EPA-EFE/Alain Guy Suffo Ríkjandi Afríkumeistarar Alsír eru ú leik á Afríkumótinu í fótbolta eftir 3-1 tap gegn Fílabeinsströndinni í dag. Þá tryggði Miðbaugs-Gínea sér einnig sæti í 16-liða úrslitum með 1-0 sigri gegn Síerra Leóne þar sem Víkingurinn Kwame Quee sá rautt á lokamínútunum. Alsír þurfti nauðsynlega á sigri að halda gegn Fílabeinsströndinni til að koma sér í 16-liða úrslit. Leikurinn fór þó ekki nógu vel af stað fyrir þá þar sem að Franck Kessie kom Fílabeinsströndinni yfir eftir rúmlega tuttugu mínútna leik. Ibrahim Sangare tvöfaldaði forystu Fílabeinsstrendinga stuttu fyrir hálfleik eftir stoðsendingu frá Serge Aurier og því var staðan 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Nicolas Pepe stráði salti í sár Alsíringa þegar hann breytti stöðunni í 3-0 á 54. mínútu. Riyad Mahrez fékk svo tækifæri til að minnka muninn af vítapunktinum eftir klukkutíma leik, en klikkaði á spyrnunni. Alsíringar náðu loks að minnka muninn á 73. mínútu með marki frá Sofiane Bendebka, en þá var of seint í rassinn gripið og niðurstaðan 3-1 sigur Fílabeinsstrandarinnar. Fílabeinsströndin endar því í efsta sæti E-riðils með sjö stig, en Alsíringar eru úr leik eftir að hafa aðeins náð í eitt stig í riðlakeppninni og hafna í neðsta sæti. ⏩🌟 FINAL 1️⃣6️⃣ 🌟 🔥 #TeamCotedIvoire book their spot in the Round of 16 of the #TotalEnergiesAFCON2021 🎫 ✅ #AFCON2021 | @FIFCI_tweet pic.twitter.com/t21TrZc3c2— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 20, 2022 Þá tryggði Miðbaugs-Gínea sér einnig sæti í 16-liða úrslitum með 1-0 sigri gegn Síerra Leóne. Eina mark leiksins skoraði Pablo Ganet á 38. mínútu. Kei Ansu Kamara fékk gullið tækifæri til að jafna leikinn af vítapunktinum stuttu fyrir leikslok, en klikkaði á spyrnunni. Þá fékk Kwame Quee, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á lokamínútu leiksins. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Alsír þurfti nauðsynlega á sigri að halda gegn Fílabeinsströndinni til að koma sér í 16-liða úrslit. Leikurinn fór þó ekki nógu vel af stað fyrir þá þar sem að Franck Kessie kom Fílabeinsströndinni yfir eftir rúmlega tuttugu mínútna leik. Ibrahim Sangare tvöfaldaði forystu Fílabeinsstrendinga stuttu fyrir hálfleik eftir stoðsendingu frá Serge Aurier og því var staðan 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Nicolas Pepe stráði salti í sár Alsíringa þegar hann breytti stöðunni í 3-0 á 54. mínútu. Riyad Mahrez fékk svo tækifæri til að minnka muninn af vítapunktinum eftir klukkutíma leik, en klikkaði á spyrnunni. Alsíringar náðu loks að minnka muninn á 73. mínútu með marki frá Sofiane Bendebka, en þá var of seint í rassinn gripið og niðurstaðan 3-1 sigur Fílabeinsstrandarinnar. Fílabeinsströndin endar því í efsta sæti E-riðils með sjö stig, en Alsíringar eru úr leik eftir að hafa aðeins náð í eitt stig í riðlakeppninni og hafna í neðsta sæti. ⏩🌟 FINAL 1️⃣6️⃣ 🌟 🔥 #TeamCotedIvoire book their spot in the Round of 16 of the #TotalEnergiesAFCON2021 🎫 ✅ #AFCON2021 | @FIFCI_tweet pic.twitter.com/t21TrZc3c2— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 20, 2022 Þá tryggði Miðbaugs-Gínea sér einnig sæti í 16-liða úrslitum með 1-0 sigri gegn Síerra Leóne. Eina mark leiksins skoraði Pablo Ganet á 38. mínútu. Kei Ansu Kamara fékk gullið tækifæri til að jafna leikinn af vítapunktinum stuttu fyrir leikslok, en klikkaði á spyrnunni. Þá fékk Kwame Quee, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á lokamínútu leiksins.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira