Fílabeinsströndin sló Afríkumeistarana úr leik | Kwame Quee sá rautt í tapi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2022 18:05 Nicolas Pepe skoraði þriðja mark Fílabeinsstrandarinnar í öruggum sigri gegn ríkjandi Afríkumeisturum. EPA-EFE/Alain Guy Suffo Ríkjandi Afríkumeistarar Alsír eru ú leik á Afríkumótinu í fótbolta eftir 3-1 tap gegn Fílabeinsströndinni í dag. Þá tryggði Miðbaugs-Gínea sér einnig sæti í 16-liða úrslitum með 1-0 sigri gegn Síerra Leóne þar sem Víkingurinn Kwame Quee sá rautt á lokamínútunum. Alsír þurfti nauðsynlega á sigri að halda gegn Fílabeinsströndinni til að koma sér í 16-liða úrslit. Leikurinn fór þó ekki nógu vel af stað fyrir þá þar sem að Franck Kessie kom Fílabeinsströndinni yfir eftir rúmlega tuttugu mínútna leik. Ibrahim Sangare tvöfaldaði forystu Fílabeinsstrendinga stuttu fyrir hálfleik eftir stoðsendingu frá Serge Aurier og því var staðan 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Nicolas Pepe stráði salti í sár Alsíringa þegar hann breytti stöðunni í 3-0 á 54. mínútu. Riyad Mahrez fékk svo tækifæri til að minnka muninn af vítapunktinum eftir klukkutíma leik, en klikkaði á spyrnunni. Alsíringar náðu loks að minnka muninn á 73. mínútu með marki frá Sofiane Bendebka, en þá var of seint í rassinn gripið og niðurstaðan 3-1 sigur Fílabeinsstrandarinnar. Fílabeinsströndin endar því í efsta sæti E-riðils með sjö stig, en Alsíringar eru úr leik eftir að hafa aðeins náð í eitt stig í riðlakeppninni og hafna í neðsta sæti. ⏩🌟 FINAL 1️⃣6️⃣ 🌟 🔥 #TeamCotedIvoire book their spot in the Round of 16 of the #TotalEnergiesAFCON2021 🎫 ✅ #AFCON2021 | @FIFCI_tweet pic.twitter.com/t21TrZc3c2— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 20, 2022 Þá tryggði Miðbaugs-Gínea sér einnig sæti í 16-liða úrslitum með 1-0 sigri gegn Síerra Leóne. Eina mark leiksins skoraði Pablo Ganet á 38. mínútu. Kei Ansu Kamara fékk gullið tækifæri til að jafna leikinn af vítapunktinum stuttu fyrir leikslok, en klikkaði á spyrnunni. Þá fékk Kwame Quee, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á lokamínútu leiksins. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Alsír þurfti nauðsynlega á sigri að halda gegn Fílabeinsströndinni til að koma sér í 16-liða úrslit. Leikurinn fór þó ekki nógu vel af stað fyrir þá þar sem að Franck Kessie kom Fílabeinsströndinni yfir eftir rúmlega tuttugu mínútna leik. Ibrahim Sangare tvöfaldaði forystu Fílabeinsstrendinga stuttu fyrir hálfleik eftir stoðsendingu frá Serge Aurier og því var staðan 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Nicolas Pepe stráði salti í sár Alsíringa þegar hann breytti stöðunni í 3-0 á 54. mínútu. Riyad Mahrez fékk svo tækifæri til að minnka muninn af vítapunktinum eftir klukkutíma leik, en klikkaði á spyrnunni. Alsíringar náðu loks að minnka muninn á 73. mínútu með marki frá Sofiane Bendebka, en þá var of seint í rassinn gripið og niðurstaðan 3-1 sigur Fílabeinsstrandarinnar. Fílabeinsströndin endar því í efsta sæti E-riðils með sjö stig, en Alsíringar eru úr leik eftir að hafa aðeins náð í eitt stig í riðlakeppninni og hafna í neðsta sæti. ⏩🌟 FINAL 1️⃣6️⃣ 🌟 🔥 #TeamCotedIvoire book their spot in the Round of 16 of the #TotalEnergiesAFCON2021 🎫 ✅ #AFCON2021 | @FIFCI_tweet pic.twitter.com/t21TrZc3c2— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 20, 2022 Þá tryggði Miðbaugs-Gínea sér einnig sæti í 16-liða úrslitum með 1-0 sigri gegn Síerra Leóne. Eina mark leiksins skoraði Pablo Ganet á 38. mínútu. Kei Ansu Kamara fékk gullið tækifæri til að jafna leikinn af vítapunktinum stuttu fyrir leikslok, en klikkaði á spyrnunni. Þá fékk Kwame Quee, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á lokamínútu leiksins.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira