Dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir kynþáttaníð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2022 13:53 Mennirnir voru dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í desember. Vísir/Vilhelm Tveir ungir karlmenn hafa verið dæmdir í þriggja og sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann vegna kynþáttar hans og húðlitar. Á meðan á árásinni stóð kölluðu þeir manninn ýmsum nöfnum vegna húðlitar hans. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 13. desember síðastliðinn en var birtur á vef dómstólanna í dag. Mennirnir tveir voru sautján og átján ára þegar þeir frömdu líkamsárásina í lok júní 2020 og játuðu hana skýlaust fyrir dómi. Þeir hins vegar höfnuðu bótakröfu brotaþolans, sem fór fram á 925 þúsund krónur í miskabætur. Dómurinn ákvarðaði að hæfilegar miskabætur væru 400 þúsund krónur. Varað er við því að vitnað er í orðbragð hinna dæmdu sem einhverir gætu verið viðkvæmir fyrir. Samkvæmt dómnum tók annar ákærðu brotaþola hálstaki að aftan og hélt honum meðan hinn kastaði að honum stóli og felldi hann síðan í jörðina og hélt honum þar meðan hinn ákærði sparkaði ítrekað í líkama hans. Þá segir í dómi að á meðan á árásinni stóð og eftir að lögregla kom á vettvang hafi þeir kallað brotaþola „skítugan útlending“, „negra“, „svarti negri“, „svarta drasl“, „hann á fullan rétt á að vera laminn, hann er negri“, „svarti negri, drullaðu þér frá Íslandi“, „negra ógeð“, „þetta svarta pakk á ekki að vera á Íslandi“ og „ég sparka í þennan mann, helvítis svertinginn á að fara heim til sín.“ Árásin til þess fallin að valda brotaþola vanlíðan til lengri tíma Afleiðingar líkamsárásarinnar voru þær að brotaþoli hlaut mar á vinstra gagnauga, eymsli við kinnbein vinstra megin, vægari eymsli við kinnbein hægra megin og mikil eymsli á rifjabogum sjö til tólf. Fram kemur í dómnum að játning ákærðu hafi komið þeim til nokkurra málsbóta og einnig var litið til ungs aldurs þeirra. Aftur á móti hafi árásin verið tilefnislaus. Báðir hafa þeir verið dæmdir fyrir önnur brot, annars fyrir þjófnað og að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu, og hins vegar fyrir ýmis eignarspjöld, ofbeldi gegn lögreglu og ýmis umferðarlagabrot. Þá kemur fram í dómnum að framganga mannanna tveggja gegn brotaþola hafi verið tilefnislaus og til þess aflin að valda honum þjáningum, ótta og óþægindum. Þá hafi hún beinst að honum sérstaklega vegna litarhafts og uppruna. Það hafi verið til þess fallið að valda honum óþægindum og vanlíðan til lengri tíma litið, þrátt fyrir að líkamlegar afleiðingar hafi verið óverulegar. Dómsmál Kynþáttafordómar Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 13. desember síðastliðinn en var birtur á vef dómstólanna í dag. Mennirnir tveir voru sautján og átján ára þegar þeir frömdu líkamsárásina í lok júní 2020 og játuðu hana skýlaust fyrir dómi. Þeir hins vegar höfnuðu bótakröfu brotaþolans, sem fór fram á 925 þúsund krónur í miskabætur. Dómurinn ákvarðaði að hæfilegar miskabætur væru 400 þúsund krónur. Varað er við því að vitnað er í orðbragð hinna dæmdu sem einhverir gætu verið viðkvæmir fyrir. Samkvæmt dómnum tók annar ákærðu brotaþola hálstaki að aftan og hélt honum meðan hinn kastaði að honum stóli og felldi hann síðan í jörðina og hélt honum þar meðan hinn ákærði sparkaði ítrekað í líkama hans. Þá segir í dómi að á meðan á árásinni stóð og eftir að lögregla kom á vettvang hafi þeir kallað brotaþola „skítugan útlending“, „negra“, „svarti negri“, „svarta drasl“, „hann á fullan rétt á að vera laminn, hann er negri“, „svarti negri, drullaðu þér frá Íslandi“, „negra ógeð“, „þetta svarta pakk á ekki að vera á Íslandi“ og „ég sparka í þennan mann, helvítis svertinginn á að fara heim til sín.“ Árásin til þess fallin að valda brotaþola vanlíðan til lengri tíma Afleiðingar líkamsárásarinnar voru þær að brotaþoli hlaut mar á vinstra gagnauga, eymsli við kinnbein vinstra megin, vægari eymsli við kinnbein hægra megin og mikil eymsli á rifjabogum sjö til tólf. Fram kemur í dómnum að játning ákærðu hafi komið þeim til nokkurra málsbóta og einnig var litið til ungs aldurs þeirra. Aftur á móti hafi árásin verið tilefnislaus. Báðir hafa þeir verið dæmdir fyrir önnur brot, annars fyrir þjófnað og að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu, og hins vegar fyrir ýmis eignarspjöld, ofbeldi gegn lögreglu og ýmis umferðarlagabrot. Þá kemur fram í dómnum að framganga mannanna tveggja gegn brotaþola hafi verið tilefnislaus og til þess aflin að valda honum þjáningum, ótta og óþægindum. Þá hafi hún beinst að honum sérstaklega vegna litarhafts og uppruna. Það hafi verið til þess fallið að valda honum óþægindum og vanlíðan til lengri tíma litið, þrátt fyrir að líkamlegar afleiðingar hafi verið óverulegar.
Dómsmál Kynþáttafordómar Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira