Dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir kynþáttaníð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2022 13:53 Mennirnir voru dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í desember. Vísir/Vilhelm Tveir ungir karlmenn hafa verið dæmdir í þriggja og sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann vegna kynþáttar hans og húðlitar. Á meðan á árásinni stóð kölluðu þeir manninn ýmsum nöfnum vegna húðlitar hans. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 13. desember síðastliðinn en var birtur á vef dómstólanna í dag. Mennirnir tveir voru sautján og átján ára þegar þeir frömdu líkamsárásina í lok júní 2020 og játuðu hana skýlaust fyrir dómi. Þeir hins vegar höfnuðu bótakröfu brotaþolans, sem fór fram á 925 þúsund krónur í miskabætur. Dómurinn ákvarðaði að hæfilegar miskabætur væru 400 þúsund krónur. Varað er við því að vitnað er í orðbragð hinna dæmdu sem einhverir gætu verið viðkvæmir fyrir. Samkvæmt dómnum tók annar ákærðu brotaþola hálstaki að aftan og hélt honum meðan hinn kastaði að honum stóli og felldi hann síðan í jörðina og hélt honum þar meðan hinn ákærði sparkaði ítrekað í líkama hans. Þá segir í dómi að á meðan á árásinni stóð og eftir að lögregla kom á vettvang hafi þeir kallað brotaþola „skítugan útlending“, „negra“, „svarti negri“, „svarta drasl“, „hann á fullan rétt á að vera laminn, hann er negri“, „svarti negri, drullaðu þér frá Íslandi“, „negra ógeð“, „þetta svarta pakk á ekki að vera á Íslandi“ og „ég sparka í þennan mann, helvítis svertinginn á að fara heim til sín.“ Árásin til þess fallin að valda brotaþola vanlíðan til lengri tíma Afleiðingar líkamsárásarinnar voru þær að brotaþoli hlaut mar á vinstra gagnauga, eymsli við kinnbein vinstra megin, vægari eymsli við kinnbein hægra megin og mikil eymsli á rifjabogum sjö til tólf. Fram kemur í dómnum að játning ákærðu hafi komið þeim til nokkurra málsbóta og einnig var litið til ungs aldurs þeirra. Aftur á móti hafi árásin verið tilefnislaus. Báðir hafa þeir verið dæmdir fyrir önnur brot, annars fyrir þjófnað og að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu, og hins vegar fyrir ýmis eignarspjöld, ofbeldi gegn lögreglu og ýmis umferðarlagabrot. Þá kemur fram í dómnum að framganga mannanna tveggja gegn brotaþola hafi verið tilefnislaus og til þess aflin að valda honum þjáningum, ótta og óþægindum. Þá hafi hún beinst að honum sérstaklega vegna litarhafts og uppruna. Það hafi verið til þess fallið að valda honum óþægindum og vanlíðan til lengri tíma litið, þrátt fyrir að líkamlegar afleiðingar hafi verið óverulegar. Dómsmál Kynþáttafordómar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 13. desember síðastliðinn en var birtur á vef dómstólanna í dag. Mennirnir tveir voru sautján og átján ára þegar þeir frömdu líkamsárásina í lok júní 2020 og játuðu hana skýlaust fyrir dómi. Þeir hins vegar höfnuðu bótakröfu brotaþolans, sem fór fram á 925 þúsund krónur í miskabætur. Dómurinn ákvarðaði að hæfilegar miskabætur væru 400 þúsund krónur. Varað er við því að vitnað er í orðbragð hinna dæmdu sem einhverir gætu verið viðkvæmir fyrir. Samkvæmt dómnum tók annar ákærðu brotaþola hálstaki að aftan og hélt honum meðan hinn kastaði að honum stóli og felldi hann síðan í jörðina og hélt honum þar meðan hinn ákærði sparkaði ítrekað í líkama hans. Þá segir í dómi að á meðan á árásinni stóð og eftir að lögregla kom á vettvang hafi þeir kallað brotaþola „skítugan útlending“, „negra“, „svarti negri“, „svarta drasl“, „hann á fullan rétt á að vera laminn, hann er negri“, „svarti negri, drullaðu þér frá Íslandi“, „negra ógeð“, „þetta svarta pakk á ekki að vera á Íslandi“ og „ég sparka í þennan mann, helvítis svertinginn á að fara heim til sín.“ Árásin til þess fallin að valda brotaþola vanlíðan til lengri tíma Afleiðingar líkamsárásarinnar voru þær að brotaþoli hlaut mar á vinstra gagnauga, eymsli við kinnbein vinstra megin, vægari eymsli við kinnbein hægra megin og mikil eymsli á rifjabogum sjö til tólf. Fram kemur í dómnum að játning ákærðu hafi komið þeim til nokkurra málsbóta og einnig var litið til ungs aldurs þeirra. Aftur á móti hafi árásin verið tilefnislaus. Báðir hafa þeir verið dæmdir fyrir önnur brot, annars fyrir þjófnað og að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu, og hins vegar fyrir ýmis eignarspjöld, ofbeldi gegn lögreglu og ýmis umferðarlagabrot. Þá kemur fram í dómnum að framganga mannanna tveggja gegn brotaþola hafi verið tilefnislaus og til þess aflin að valda honum þjáningum, ótta og óþægindum. Þá hafi hún beinst að honum sérstaklega vegna litarhafts og uppruna. Það hafi verið til þess fallið að valda honum óþægindum og vanlíðan til lengri tíma litið, þrátt fyrir að líkamlegar afleiðingar hafi verið óverulegar.
Dómsmál Kynþáttafordómar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira