Innlent

Guðni forseti á meðal 77 ferðalanga á leið á Danaleikinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðni forseti er mikill áhugamaður um íþróttir en bræður hans tveir spiluðu lengi handbolta. Patrekur varð landsliðsmaður og er í dag þjálfari.
Guðni forseti er mikill áhugamaður um íþróttir en bræður hans tveir spiluðu lengi handbolta. Patrekur varð landsliðsmaður og er í dag þjálfari. vísir/vilhelm

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er á meðal 77 stuðningsmanna Íslands sem eru á leið í loftið með flugi til Búdapest í dag. Fram undan er landsleikur gegn Dönum í kvöld en um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli EM í handbolta.

Heimsferðir og Úrval Útsýn settu á sölu rúmlega sólarhrings ferðalag til að stuðningsmenn gætu upplifað stórleikinn við Dani. 186 sæti voru í boði og fór svo að 77 þekktust boðið. Vonandi góð viðbót við stuðningsmannaflóru Íslands í Búdapest í kvöld.

Íslenska liðið verður án fimm leikmanna í kvöld vegna Covid-19 smita í hópnum. Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Björgvin Páll Gústavsson og Ólafur Guðmundsson verða fjarri góðu gamni í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður fylgst grannt með gangi mála á Vísi.

Guðni spreytti sig á ungversku í stuttu myndbandi sem hann skellti á Twitter.


Tengdar fréttir

Aron og Bjarki líka með Covid

Strákarnir okkar fengu annan skell í morgun þegar í ljós kom að Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson séu með Covid. Fimm leikmenn liðsins eru því orðnir smitaðir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×