Handbolti

Aron og Bjarki líka með Covid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lykilmenn dottnir út. Björgvin Páll var með staðfest smit í gær og Aron Pálmarsson í dag.
Lykilmenn dottnir út. Björgvin Páll var með staðfest smit í gær og Aron Pálmarsson í dag. vísir/getty

Strákarnir okkar fengu annan skell í morgun þegar í ljós kom að Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson séu með Covid. Fimm leikmenn liðsins eru því orðnir smitaðir.

Í gær kom nefnilega í ljós að Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson eru einnig smitaðir.

Aron og Bjarki eru herbergisfélagar og eru komnir í einangrun. Þeir féllu á hraðprófi í morgun og eru með einkenni. Þeir fóru svo í PCR-próf áðan til að fá endanlega staðfestingu á smitinu. Hún ætti að berast fyrir leik Íslands og Danmerkur í kvöld.

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, tjáði Vísi í morgun að ekki væri búið að hóa í nýja leikmenn en það væri í skoðun.

Samkvæmt reglum mótsins þurfa smitaðir leikmenn að vera í einangrun í fimm daga og skila neikvæðu PCR-prófi tvo daga í röð.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.