Arnór Atla: Finnst möguleikarnir í milliriðlinum fínir og hef tröllatrú á liðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2022 09:01 Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Bjarki Már Elísson fagna eftir leikinn gegn Ungverjalandi. getty/Sanjin Strukic Arnór Atlason segir að leikurinn gegn Dönum verði afar erfiður fyrir Íslendinga. Hann hefur samt mikla trú á íslenska liðinu í milliriðlinum á EM. Ísland fór með tvö stig í milliriðil. Þetta var ljóst eftir sigur á heimaliði Ungverjalands, 31-30, í fyrradag. Í milliriðlinum mætir Ísland Danmörku, Frakklandi, Króatíu og Svartfjallalandi. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn því danska í kvöld. Fáir Íslendingar þekkja danska handboltann jafn vel og Arnór. Hann spilaði þar um árabil og er í dag aðstoðarþjálfari Álaborgar auk þess sem hann þjálfar U-20 árs landslið Dana. Arnór var gestur EM-hlaðvarpsins þar sem hann ræddi við Stefán Árna Pálsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson um leikinn í kvöld og framhaldið hjá íslenska liðinu. Lausnin að bakka? Róbert spurði Arnór meðal annars hvernig hann myndi skipuleggja varnarleik gegn sóknarleik Íslands. „Mér finnst rosalega erfitt að plana varnarleik á móti því það geta komið árásir úr öllum stöðum. Aron [Pálmarsson], Gísli [Þorgeir Kristjánsson] og Ómar [Ingi Magnússon] eru allir rosalega góðir maður gegn manni,“ sagði Arnór. Arnór Atlason er einn farsælasti landsliðsmaður Íslands.getty/Christof Koepsel „Út frá leikjunum okkar hingað til höfum við ekki skotið mikið fyrir utan þannig að það væri kannski allt í lagi að vera dálítið passívir á okkur og sjá hvort við myndum skjóta fyrir utan. Svo myndi ég leggja áherslu á að stoppa boltann og ekki leyfa Gísla og Ómari að vinna tvo menn og losa boltann trekk í trekk.“ Engin óskastaða fyrir Møllgaard Arnór þekkir helsta varnarmann Dana, Henrik Møllgaard, vel en hann leikur með Álaborg. Hann segir að honum líði betur með að verjast stórum og líkamlega sterkum leikmönnum frekar en lágvöxnum og kvikum. „Það er engin draumastaða fyrir hann að mæta þessum minni, sneggri mönnum. Hann vill frekar hafa þá stóra og þunga. Þar er hann bestur. Ég held að hann hlakki ekkert til að mæta Ómari og Gísla,“ sagði Arnór. Ekki fengið mikla keppni Danir hafa eru ekki árennilegir enda unnið alla leiki sína á EM stórt. Fyrir mótið unnu þeir svo Norðmenn með tíu marka mun í vináttulandsleik. „Þeir hafa verið algjörlega frábærir hingað til en það er kannski heldur ekki gott að hafa ekki farið í neina alvöru spennuleiki. Þeir hafa lítið þurft að hafa fyrir þessu en spilað frábærlega. Að mörgu leyti spila þeir svipaðan sóknarleik og við,“ sagði Arnór. Mikkel Hansen og félagar í danska landsliðinu unnu leikina sína þrjá í riðlakeppninni á EM með samtals þrjátíu mörkum.getty/Kolektiff Images „Þetta einkennist af mörgum árásum, sérstaklega eftir að þeir fengu [Mathias] Gidsel inn í hægri skyttuna. Þeir [Mads] Mensah, [Jacob] Holm og [Rasmus] Lauge eru allir rosalega góðir maður á mann. Svo er Mikkel [Hansen] þarna til að taka skotin og síðustu sendinguna. Það verður strembið hvað við eigum að gera. Ef við verðum svona framarlega eins og við höfum oft viljað munu þeir örugglega senda Gidsel og Lauge í árásir allan tímann. Það verður áhugavert að sjá hvernig við leysum það.“ Ótrúlega spenntur fyrir þessu Arnór telur möguleika Íslands í milliriðlinum góða. „Mér finnst möguleikarnir fínir og hef tröllatrú á þessu liði. Sérstaklega þar sem við tókum tvö stig með okkur, erum við í mjög fínni stöðu,“ sagði Arnór. „Mér finnst við eiga að vinna Svartfellinga. Króatarnir eru mjög vængbrotnir, hafa lent illa í veirunni og svo er [Domagoj] Duvnjak meiddur. Mér finnst við eiga mjög góða möguleika gegn þeim. Svo vitum við allir hvað gerðist fyrir Frakka fyrir mót og þeir hafa líka lent í einhverjum veikindum núna. Það er ákveðnir möguleikar þar líka þannig ég er ótrúlega spenntur fyrir þessu.“ Hlusta má á EM-hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir ofan. Spjallið við Arnór hefst á 26:30 og lýkur á 40:30. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Ísland fór með tvö stig í milliriðil. Þetta var ljóst eftir sigur á heimaliði Ungverjalands, 31-30, í fyrradag. Í milliriðlinum mætir Ísland Danmörku, Frakklandi, Króatíu og Svartfjallalandi. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn því danska í kvöld. Fáir Íslendingar þekkja danska handboltann jafn vel og Arnór. Hann spilaði þar um árabil og er í dag aðstoðarþjálfari Álaborgar auk þess sem hann þjálfar U-20 árs landslið Dana. Arnór var gestur EM-hlaðvarpsins þar sem hann ræddi við Stefán Árna Pálsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson um leikinn í kvöld og framhaldið hjá íslenska liðinu. Lausnin að bakka? Róbert spurði Arnór meðal annars hvernig hann myndi skipuleggja varnarleik gegn sóknarleik Íslands. „Mér finnst rosalega erfitt að plana varnarleik á móti því það geta komið árásir úr öllum stöðum. Aron [Pálmarsson], Gísli [Þorgeir Kristjánsson] og Ómar [Ingi Magnússon] eru allir rosalega góðir maður gegn manni,“ sagði Arnór. Arnór Atlason er einn farsælasti landsliðsmaður Íslands.getty/Christof Koepsel „Út frá leikjunum okkar hingað til höfum við ekki skotið mikið fyrir utan þannig að það væri kannski allt í lagi að vera dálítið passívir á okkur og sjá hvort við myndum skjóta fyrir utan. Svo myndi ég leggja áherslu á að stoppa boltann og ekki leyfa Gísla og Ómari að vinna tvo menn og losa boltann trekk í trekk.“ Engin óskastaða fyrir Møllgaard Arnór þekkir helsta varnarmann Dana, Henrik Møllgaard, vel en hann leikur með Álaborg. Hann segir að honum líði betur með að verjast stórum og líkamlega sterkum leikmönnum frekar en lágvöxnum og kvikum. „Það er engin draumastaða fyrir hann að mæta þessum minni, sneggri mönnum. Hann vill frekar hafa þá stóra og þunga. Þar er hann bestur. Ég held að hann hlakki ekkert til að mæta Ómari og Gísla,“ sagði Arnór. Ekki fengið mikla keppni Danir hafa eru ekki árennilegir enda unnið alla leiki sína á EM stórt. Fyrir mótið unnu þeir svo Norðmenn með tíu marka mun í vináttulandsleik. „Þeir hafa verið algjörlega frábærir hingað til en það er kannski heldur ekki gott að hafa ekki farið í neina alvöru spennuleiki. Þeir hafa lítið þurft að hafa fyrir þessu en spilað frábærlega. Að mörgu leyti spila þeir svipaðan sóknarleik og við,“ sagði Arnór. Mikkel Hansen og félagar í danska landsliðinu unnu leikina sína þrjá í riðlakeppninni á EM með samtals þrjátíu mörkum.getty/Kolektiff Images „Þetta einkennist af mörgum árásum, sérstaklega eftir að þeir fengu [Mathias] Gidsel inn í hægri skyttuna. Þeir [Mads] Mensah, [Jacob] Holm og [Rasmus] Lauge eru allir rosalega góðir maður á mann. Svo er Mikkel [Hansen] þarna til að taka skotin og síðustu sendinguna. Það verður strembið hvað við eigum að gera. Ef við verðum svona framarlega eins og við höfum oft viljað munu þeir örugglega senda Gidsel og Lauge í árásir allan tímann. Það verður áhugavert að sjá hvernig við leysum það.“ Ótrúlega spenntur fyrir þessu Arnór telur möguleika Íslands í milliriðlinum góða. „Mér finnst möguleikarnir fínir og hef tröllatrú á þessu liði. Sérstaklega þar sem við tókum tvö stig með okkur, erum við í mjög fínni stöðu,“ sagði Arnór. „Mér finnst við eiga að vinna Svartfellinga. Króatarnir eru mjög vængbrotnir, hafa lent illa í veirunni og svo er [Domagoj] Duvnjak meiddur. Mér finnst við eiga mjög góða möguleika gegn þeim. Svo vitum við allir hvað gerðist fyrir Frakka fyrir mót og þeir hafa líka lent í einhverjum veikindum núna. Það er ákveðnir möguleikar þar líka þannig ég er ótrúlega spenntur fyrir þessu.“ Hlusta má á EM-hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir ofan. Spjallið við Arnór hefst á 26:30 og lýkur á 40:30.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira