ESPN birti á Twitter-síðu sinni myndband af því þegar pólska markavélin Lewandowski lagaði hár elskulegrar dóttur sinnar til. Notaði hann ryksugu til þess, eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan, og virðist Klara þaulvön þessari óvenjulegu aðferð pabba síns við að setja teygju í hárið.
"When mum isn't home"
— ESPN FC (@ESPNFC) January 18, 2022
Robert Lewandowski's genius way of doing his daughter's hair pic.twitter.com/MYTVLjh7bC
Eins og fyrr segir var Lewandowski í gær útnefndur besti knattspyrnumaður ársins 2021, annað árið í röð, eftir að hafa haldið áfram að raða inn mörkum fyrir Bayern München í öllum keppnum. Hann hafði betur gegn Lionel Messi og Mohamed Salah sem urðu í 2. og 3. sæti í gær.
Lewandowski (2) now has more #TheBest awards than Messi (1) pic.twitter.com/sHE6Ax6kHb
— ESPN FC (@ESPNFC) January 17, 2022
Fyrirliðar og þjálfarar landsliða heimsins, sem og einn blaðamaður frá hverju landi, tóku þátt í kjöri FIFA á leikmanni ársins. Birkir Bjarnason kaus Lewandowski efstan, sem og blaðamaðurinn Víðir Sigurðsson, en landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson var með N'Golo Kanté, Jorginho og Lionel Messi á sínum lista.