Læknar með gjörólíka sýn á faraldurinn takast á í Pallborðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2022 12:09 Ragnar Freyr og Tómas þekkjast vel en eru óhræddir við að segja sína skoðun á málunum. vísir Gamlir vinir og samstarfsmenn á Landspítala mætast í Pallborðinu klukkan 14:30 í beinni hér á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag til að ræða heimsfaraldurinn og leiðir út úr honum. Fylgst er með gangi mála í textalýsingu í vaktinni hér að neðan. Þeir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir hjá Landspítala og fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, og Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á spítalanum, hafa undanfarið tjáð sig mikið um faraldurinn og stöðu spítalans. Þeir hafa þó gjörólíka sýn á málin. Ragnar Freyr hefur nýlega komist í fréttir fyrir að koma fram með þá hugmynd að hætta því sýnatökufyrirkomulagi sem nú er viðhaft þegar svo margir greinast smitaðir daglega. Í gær greindust til dæmis næstflestir með Covid-19 frá upphafi faraldursins. Óttar Kolbeinsson Proppé, fréttamaður Stöðvar 2, stýrir umræðunum á eftir, sem hefjast klukkan 14:30. Hægt verður að horfa á þær í beinni hér í spilaranum að neðan. Sóttvarnalæknir og Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, hafa verið honum ósammála í því og einnig góður vinur og samstarfsmaður Ragnas Freys, Tómas Guðbjartsson. Hann er hinum megin línunnar, vill halda hörðum samkomutakmörkunum á meðan ástandið á spítalanum er eins og það er í dag og komst í fréttir um helgina fyrir að skjóta föstum skotum að utanríkisráðherra fyrir orðræðu hennar í faraldrinum. Það hefur dregið til mikilla tíðinda í faraldrinum síðustu daga; margt bendir til að ómíkron-afbrigðið valdi margfalt vægari veikindum en delta-afbrigðið og þá hefur sóttvarnalæknir rokkað fram og til baka þegar hann ræðir um sóttvarnatakmarkanir. Óbreyttar tuttugu manna samkomutakmarkanir tóku gildi í byrjun síðustu viku en þremur dögum síðar var ákveðið að herða niður í 10 manns og í gær viðraði sóttvarnalæknir svo þær hugmyndir að slaka aftur á takmörkunum. Margir eru búnir að missa þráðinn í umræðunum. Hvert er markmiðið í dag? Og er réttlætanlegt að hafa svo gríðarlega strangar samkomutakmarkanir í gildi þegar nýtt afbrigði er minna skaðlegt en upprunalega var búist við? Þetta verður allt tekið fyrir í fjörugum umræðum í Pallborðinu í dag.
Þeir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir hjá Landspítala og fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, og Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á spítalanum, hafa undanfarið tjáð sig mikið um faraldurinn og stöðu spítalans. Þeir hafa þó gjörólíka sýn á málin. Ragnar Freyr hefur nýlega komist í fréttir fyrir að koma fram með þá hugmynd að hætta því sýnatökufyrirkomulagi sem nú er viðhaft þegar svo margir greinast smitaðir daglega. Í gær greindust til dæmis næstflestir með Covid-19 frá upphafi faraldursins. Óttar Kolbeinsson Proppé, fréttamaður Stöðvar 2, stýrir umræðunum á eftir, sem hefjast klukkan 14:30. Hægt verður að horfa á þær í beinni hér í spilaranum að neðan. Sóttvarnalæknir og Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, hafa verið honum ósammála í því og einnig góður vinur og samstarfsmaður Ragnas Freys, Tómas Guðbjartsson. Hann er hinum megin línunnar, vill halda hörðum samkomutakmörkunum á meðan ástandið á spítalanum er eins og það er í dag og komst í fréttir um helgina fyrir að skjóta föstum skotum að utanríkisráðherra fyrir orðræðu hennar í faraldrinum. Það hefur dregið til mikilla tíðinda í faraldrinum síðustu daga; margt bendir til að ómíkron-afbrigðið valdi margfalt vægari veikindum en delta-afbrigðið og þá hefur sóttvarnalæknir rokkað fram og til baka þegar hann ræðir um sóttvarnatakmarkanir. Óbreyttar tuttugu manna samkomutakmarkanir tóku gildi í byrjun síðustu viku en þremur dögum síðar var ákveðið að herða niður í 10 manns og í gær viðraði sóttvarnalæknir svo þær hugmyndir að slaka aftur á takmörkunum. Margir eru búnir að missa þráðinn í umræðunum. Hvert er markmiðið í dag? Og er réttlætanlegt að hafa svo gríðarlega strangar samkomutakmarkanir í gildi þegar nýtt afbrigði er minna skaðlegt en upprunalega var búist við? Þetta verður allt tekið fyrir í fjörugum umræðum í Pallborðinu í dag.
Pallborðið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira